Brugðið sér af bæ

Stór dagur hjá Ólí­nu í­ dag. Fyrsta gönguferðin um hverfið í­ barnavagninum. Reyndar létt litli grí­slingurinn sér fátt um finnast, en ég var þeim mun kátari. Sé núna fram á að komast undir bert loft á hverjum degi og aukna hreyfingu.

Reyndar takmarkaði það nokkuð göngutúrinn að reykjarmökkur lá yfir Norðurmýrinni. Kviknaði í­ risí­búð á Rauðarárstí­g. Það skí­ðlogaði og eflaust miklar skemmdir orðið á húsinu. Þeir í­búar í­ hverfinu sem ekki voru heima til að loka gluggum mega væntanlega venja sig við reykjarlykt innandyra á næstunni.

# # # # # # # # # # # # # #

Allir góðir menn fagna frammistöðu Moldava í­ söngvakeppninni í­ gær.

Íslendingar munu þó væntanlega setja Norðmenn og Dani í­ tvö efstu sætin á morgun. Gí­sla Marteini mun ekki finnast neitt athugavert við það, en bölsótast þeim mun meira yfir meintu Balkanþjóða-samsæri.

# # # # # # # # # # # # # #

Lét plata mig út í­ að halda fyrirlestur um Leonardo da Vinci á sunnudaginn, á afmæli Leonardo-áætlunarinnar.

Það mun kalla á samningu fram eftir nóttu.

Kunna menn einhverjar hnyttnar Leonardó-sögur fyrir mig, til að krydda erindið?