Samfélagslegar eða einstaklingsbundnar skýringar?

Las í­ Fréttablaðinu að von sé á nýrri bók frá Viktori Arnari Ingólfssyni. Það er fagnaðarefni, enda Viktor Arnar besti í­slenski reyfarahöfundurinn.

# # # # # # # # # # # # #

Saga Egils Helgasonar af fljúgandi rækjusamlokunni er kostuleg. Þar segir:

Bærinn er ótrúlega óþrifalegur á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Pylsubréf, glerbrot og hálfdrukkin glös út um allt. Mávarnir eru að kroppa í­ óþverrann í­ morgunsárið. Einu sinni var ég að ganga hjá Tjörninni og þá datt heil sómasamloka rétt við hausinn á mér. Með rækjusalati sýndist mér. Ég gáði upp í­ himinninn til að athuga hvaðan hún kom. Var það mávur sem ekki loftaði feng sí­num? Eða kannski flugvél? Ég kom ekki auga á neitt.

Þessi saga minnir mig á fræga Moggagrein írna Snævarr fyrir nokkrum árum, þar sem hann lýsti ferðum sí­num á dönsk kaffihús og bjórkrár og sagði farir sí­nar ekki sléttar. Að sögn írna reyndi hann að tala dönsku á öldurhúsunum en uppskar ekki annað en ónot og dónaskap afgreiðslufólks. Af þessu dró hann þá ályktun að best væri að Íslendingar hættu að læra dönsku, en næmu frönsku í­ staðinn.

Þetta skýringarlí­kan írna byggir á samfélagslegum útskýringum – að dónaskapur danskra barþjóna í­ hans garð væri afurð menntastefnu í­slenskra stjórnvalda.

Nokkrum dögum sí­ðar svaraði Sverrir Jakobsson grein írna og benti kurteislega á að sjálfur hlyti hann alltaf vinsamlegt viðmót á dönskum veitingahúsum. Skýringarlí­kan Sverris byggðist á einstaklingsbundnum útskýringum – að e.t.v. væri eitthvað í­ fari fréttamannsins sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá öðru fólki.

Á ráðgátunni um „hina fljúgandi rækjusamloku“ eru sömuleiðis möguleg tvö skýringarlí­kön, annað samfélagslegt en hitt einstaklingsbundið.

Samfélagslega skýringin væri sú að borgaryfirvöld standi sig ekki í­ stykkinu við að þrí­fa göturnar, þar af leiðandi fyllist allt af mávageri – þar á meðal ósýnilegum mávum – sem láti pylsubréfum og Sóma-samlokum rigna yfir réttláta jafnt sem rangláta.

Einstaklingsbundna skýringin væri sú að spyrja hvort það sé eitthvað í­ fari Egils Helgasonar sem fái annað fólk til að reyna að henda rækjusamlokum í­ hausinn á honum.

Sjálfur hef ég aldrei orðið var við fljúgandi samlokur í­ miðborg Reykjaví­kur…

# # # # # # # # # # # # #

Hvet alla til að lesa mjög þarfa og góða grein Kolbeins Proppé í­ Morgunblaðinu í­ dag. Þar mótmælir hann harkalega yfirvofandi stórslysi – þar sem R-listinn virðist ætla að skemma Námsflokkana, sem eru einhver mikilvægasta menningarstofnun landsins.

Svona gera menn ekki!