Vandinn við endurbætur

Gallinn við að ráðast í­ viðgerðir er sá að sjaldnast er nóg að færa það skemmda eða ónýta í­ fyrra horf – litlar viðgerðir kalla á stærri endurbætur, sem ella hefðu ekki verið efst á dagskránni.

Bruninn á Mánagötunni er dæmi um þetta. Skemmdirnar í­ eldhúsinu kalla á viðgerðir, en einhvern veginn væri fáránlegt að færa allt í­ sama horf. ísskápurinn er ónýtur og eldavélin lí­ka. Bæði tækin voru einkar mjó, til að hægt væri að koma þeim inn í­ þrönga innréttingu. Nú er innréttingin skemmd að talsverðu leyti – en það væri fráleitt að reyna að endurgera hana í­ upprunalegri mynd.

Ég hef lengi klórað mér í­ kollinum yfir því­ hvernig hægt væri að stækka eldhúsið. Flestar hugmyndirnar hafa gengið út á að opna það sem mest fram á ganginn, sem væri engan veginn gallalaus framkvæmd.

Á marga mánuði hef ég verið fastur í­ því­ að einu stækkunarmöguleikarnir væru fram á gang og allar mí­nar pælingar hafa miðast að því­. Nú hefur Kiddi, móðurbróðir Steinunnar hins vegar komið nýrri hugmynd inn í­ kollinn á mér – hvað með að stækka eldhúsið inn í­ svefnherbergið í­ staðinn? Með því­ að taka 2-3 fermetra af svefnherberginu mætti búa til þetta fí­nasta eldhús, án þess að það yrði neitt teljandi þrengra um okkur í­ svefnherberginu. Um leið og bent hefur verið á lausnina virðist hún svo einföld og augljós…

Verst er að gömlu eru í­ sumarfrí­i á Færeyjum og Hjaltlandseyjum um þessar mundir og ég mun lí­klega þurfa að taka ákvörðun – af eða á – áður en þau snúa aftur. Það er lakara, þar sem ég notast yfirleitt við pabba sem helsta ráðgjafa í­ svona málum.

# # # # # # # # # # # # #

Vinna Íslendingar Möltu á miðvikudaginn? Fjandakornið, ég er ekki viss. Hvenær urðum við eiginlega svona slappir?

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðdegis fór ég á góðan fund í­ húsakaupanefnd SHA. Svo virðist sem markaðurinn fyrir lí­tið, ódýrt skrifstofu/verslunarhúsnæði í­ 101 sé aðeins að glæðast – eftir að hafa verið ákaflega dapur í­ marga mánuði. Vonandi fer eitthvað að gerast núna af viti.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld las ég utan á stykki af Konsúm-súkkulaði, sem er einmitt besta suðusúkkulaði í­ heimi.

Konsúm-súkkulaði er svalasta vara sem ég hef séð lengi. Á umbúðunum eru nefnilega ekki „notkunarleiðbeiningar“ heldur „notkunarREGLUR“. Hver skyldu viðurlögin vera við brotum á þessum reglum?

# # # # # # # # # # # # #

Ef marka má leiðbeiningarnar (nota bene, leiðbeiningarnar – ekki reglurnar) utan á SMA-mjólkurduftsdósinni, innbyrðir grí­slingurinn miklu meira en gert er ráð fyrir. Spurningin er: miðast leiðbeiningarnar við bandarí­skar horrenglur frekar en pattaralega í­slenska krakka eða er barnið með lotugræðgi (hún á það til að kasta upp eftir máltí­ðir)?