Var að ljúka við að lesa Grónar götur eftir Hamsun – í fyrsta sinn, þótt skömm sé frá að segja.
Rosalega er þetta flott bók.
Ef ég lendi í því á níræðisaldri að reynt sé að stimpla mig elliæran, þá ætla ég að skrifa svona sögu.
Grónar götur eru samt ekki heppileg lesning fyrir þá sem vilja að heimurinn sé svartur og hvítur – að menn séu annað hvort dárar eða dýrlingar.