Fyrsta skiptið er alltaf eftirminnilegast

Ég er fótboltanörd og sagnfræðinörd. Eins og allir þeir sem falla undir báðar þessar skilgreiningar, hef ég brennandi áhuga á HM í­ fótbolta. Þegar ég var 12 ára vissi ég fáránlega mikið um sögu þessarar keppni og öll helstu úrslit. Á seinni tí­ð reyni ég að halda þessu innan skynsamlegra marka.

Sem HM-nörd fylgist ég með undankeppninni af ákafa – einkum heimsálfunum fyrir utan Evrópu. Alltaf vonast maður svo til að sjá nýjar þjóðir komast í­ úrslitakeppnina: fyrsta skiptið er ætí­ð eftirminnilegast.

Ekki verður uppskeran hins vegar góð að þessu sinni – óttast ég.

Á Evrópu má telja ljóst að Úkraí­numenn komist áfram og þar með í­ fyrsta sinn í­ úrslitakeppni. (Þótt raunar sé kjánalegt að tala um „fyrsta skipti“ Úkraí­nu í­ þessu sambandi, þar sem 1986 liðið var borið uppi af leikmönnum frá Dynamo Kiev.)

Annað Evrópuland sem gæti komist í­ „fyrsta sinn“ í­ úrslitin er Slóvakí­a, sem á möguleika á öðru sæti í­ sí­num riðli og þar með umspili.

Strangt til tekið er Serbí­a & Svartfjallaland ekki sama Júgóslaví­a og keppt hefur á HM, en mér er til efs að þeir yrðu skilgreindir sem nýliðar.

Önnur ný lönd koma ekki til álita frá Evrópu.

+

Öll þáttökulöndin í­ Suður-Amerí­kuriðlinum hafa komist í­ úrslitakeppni nema eitt, Venesúela. (Surinam, Guyana og Franska-Guyana keppa í­ Norður- og Mið-Amerí­kuriðlinum.) Til skamms tí­ma var Venesúela með afleitt knattspyrnulið, en Eyjólfur hefur verið að hressast á sí­ðustu misserum. Vonir stóðu til að landið kæmist áfram að þessu sinni, en það virðist ansi fjarlægt markmið sem stendur.

+

Así­a olli vonbrigðum í­ þeim skilningi að öruggu fjögur sætin lentu öll í­ höndum stórþjóða sem áður hafa keppt til úrslita.

Fimmta sætið gefur hins vegar kost á leik við þjóð frá Norður- og Mið-Amerí­ku um að komast til Þýskalands. Á leiknum um fimmta sætið mætast Bahrain (sem ekki hefur komist í­ úrslit) og annað hvort Kúveit (sem fór í­ úrslit 1982) eða Úsbekistan (aldrei komist). Kúveit dugir jafntefli gegn Úsbekum til að komast áfram, en leikurinn er í­ Tashkent – svo ég veðja frekar á Úsbeka.

+

Andstæðingar Úsbeka/Bahreina/Kúveita koma frá Vesturálfu. Þar eru tvö af þremur öruggum sætum frátekin fyrir Bandarí­kin og Mexí­kó. Þrjú lönd berjast um þriðja örugga sætið og umspilssætið við Así­umennina. Þetta eru Kosta Rí­ka, Guatemala og Trinidad & Tobago. Fyrstnefnda landið hefur keppt í­ úrslitakeppni og er jafnframt sigurstranglegast.

Kæmi mér ekki á óvart þótt Guatemala hafnaði í­ fjórða sæti og mætti Úsbekum í­ umspili. Held að Así­ubúarnir séu sterkari.

+

Nýja-Sjáland er eina þjóðin frá Eyjaálfu sem komist hefur í­ úrslit (1982). Nýsjálendingar afrekuðu hins vegar að falla úr keppni fyrir liði Salomonseyja, sem etur kappi við ístrali um sigurinn í­ Eyjaálfuriðlinum.

ístralir mega teljast öruggir um sigur gegn áhugamönnunum frá smárí­kinu, en úrslitin skipta svo sem litlu. Lí­klega mun þjóðin í­ fimmta sæti S-Amerí­kukeppninnar (Paraguaey, Chile, Uruguay eða Kólumbí­a) sigra í­ umspilinu.

+

Sí­ðast en ekki sí­st er það Afrí­ka.

Þar eru tvö gömul stórlið nokkuð örugg um sæti í­ úrslitum: Marokkó og Suður-Afrí­ka.

Tvö önnur stórveldi í­ afrí­ska boltanum eru hins vegar í­ vondum málum: Egyptaland og Kamerún. Bæði eru þau í­ riðli sem Fí­labeinsströndinni, sem hefur tveggja og þriggja stiga forystu á þau hin. Bæði Egyptar og Kamerúnar eiga eftir að halda til Abidjan og leika þar við heimamenn. Fí­labeinsströndin er því­ í­ bullandi séns að komast áfram í­ fyrsta sinn.

Senegal var eitt af spútnikliðum sí­ðasta heimsmeistaramóts og var spáð nokkuð öruggum sigri í­ sí­num riðli. Öllum að óvörum er Togo hins vegar í­ efsta sæti og með tveggja stiga forystu þegar þrjár umferðir eru eftir. Þann átjánda júní­ mætast Senegal og Togo í­ Dakar. Takist Togo að hanga á jafntefli, er liðið með pálmann í­ höndunum og ætti greiða leið á HM í­ fyrsta sinn í­ sögunni. Það verður þó að teljast ólí­klegt.

Sama dag mætast í­ Kano í­ Ní­gerí­u lið heimamanna og Angóla. Liðin eru efst og jöfn með 14 stig eftir 7 umferðir af 10. Það lið sem sigrar er því­ komið langleiðina á HM, en jafntefli myndi gera stöðuna afar spennandi. Ní­gerí­a hefur áður komist í­ úrslit en Angóla aldrei.

Þannig er nú það!