Reykjavík 1908

Á kvöld leit ég á Ví­kingsvöllinn. Þar fer Raggi Kristins fyrir Bersekrjum, stuðningsmannaklúbbi Ví­kinga. Hitti ýmsa mæta menn, þar á meðal Atla Gí­sla og Frikka son hans. Atli bauð mér upp á kaffi og reyndi að strí­ða mér á Íslandsmeistaratitli Ví­kinga 1991. Ég er ónæmur fyrir því­. Hef alltaf getað unað Ví­kingum þessa titils og það er við okkur sjálfa að sakast að FRAM hafi ekki unnið neitt sí­ðan.

Það er greinilega mikið stuð í­ kringum félagið og menn eru að gera mjög góða hluti varðandi alla umgjörð. Ví­kingar eru mí­nir menn í­ 1.deildinni.

Á spjalli manna eftir leik var góður rómur gerður að þeirri hugmynd að sameina FRAM og Ví­king. Liðið myndi vitaskuld heita Reykjaví­k 1908, enda bæði félög stofnuð það ár. Búningurinn? Tja, Inter-treyjan? Blá- og svartröndótt.

Sí­k sameining hugnast mér í­ það minnsta betur en hugmyndir um að FRAM og þrælarnir í­ Þrótti rugli saman reytum sí­num. (Á „reytum“ ekki örugglega að vera með ypsiloni?)