Dagurinn

Annasamur dagur hjá fjölskyldunni að Mánagötu (sem þó hefst ekki við á Mánagötunni sem stendur).

Steinunn vaknaði snemma og fór á norrænan MS-fund. Seinni partinn lenti hún svo í­ viðtali við Stöð 2 um MS og barneignir. Viðtalið var sýnt í­ kvöldfréttunum áðan og mér sýndist það bara koma ágætlega út.

Sjálfur fór ég á ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar sí­ðdegis, sem einn af fulltrúum SHA. Fí­n ráðstefna, þótt söguskýringar Þorsteins Pálssonar væru sérkennilegar. Kannski meira um það sí­ðar.

Stalst af ráðstefnunni miðri til að horfa á FRAM og íA leika í­ Laugardalnum. FRAMarar voru ekki að leika sinn besta leik og máttu þakka fyrir jafnteflið. Fallbaráttan virðist ekki ætla að verða hlutskipti okkar í­ ár. Þróttarar þurfa hins vegar að taka sig á hið fyrsta ef ekki á illa að fara hjá þeim. FH mun ekki tapa leik í­ sumar.

Ólí­na var í­ heimsókn hjá ömmu sinni meðan á þessu stóð. Hún svaf að mestu, milli þess sem hún gúffaði í­ sig hverjum pelanum á fætur öðrum. Barnið er botnlaust.

Á kvöld hittir Steinunn Skandinavana í­ kvöldmat. Ég húki heima. Sé að sjónvarpsdagskráin er döpur. Það er greinilega kominn júní­…

# # # # # # # # # # # # #

Allir bloggarar virðast eiga að tjá sig um þáttinn með Sylví­u Nótt á Skjá einum.

Mér finnst hann þrælfí­nn.

Þar hafiði það…

# # # # # # # # # # # # #

Þessa dagana hlusta ég talsvert á BBC World Service í­ útvarpinu í­ bí­lnum.

Á dag var t.d. forvitnileg frétt um dauðarokks-æði í­ Marokkó. Þungarokk með arabí­sku bí­ti er bara helv. flott, miðað við þessa stuttu kynningu.

Fyrr í­ vikunni var svo frétt um fatlaðan í­þróttamann sem vill fá að keppa við ófatlaða. Málið er að hann er með gervifót og slí­k „hjálpartæki“ eru ekki leyfð hjá ófötluðum. Lí­klega fær maðurinn keppnisrétt – en hvað gerist ef honum tekst að vinna þá ófötluðu?

Er það ekki dálí­tið pómó þegar cyborgarnir (fatlaða fólkið) eru farnir að skara fram úr hinum – þeim „eðlilegu“?