Á vafstri síðustu daga hefur mér blessunarlega tekist að mestu að leiða hjá mér fréttatíma. Fyrir vikið veit ég lítið um hvað búið er að gerast í heiminum.
Sá samt einhverja frétt um að stjórnarþingmenn væru æfir yfir að forsetafrúin hafi fengið ókeypis flugferð með einkaflugvél Baugsmanna. Þar er víst komin skýringin á því hvers vegna ÓRG hafnaði fjölmiðlalögunum – konan hans átti ekki nógu marga frípunkta hjá Flugleiðum.
OK, ég get skrifað upp á þetta.
Svo var líka frétt um að stjórnarþingmenn vildu ekki kannast við að Halldór ísgrímsson hafi verið vanhæfur í þessum bankasölumálum. Halldór græddi víst svo fáar milljónir á þessu braski að það tekur sig ekki að tala um það.
En hugsið ykkur bara ef S-hópurinn (eða hvað þetta nú heitir) hefðu splæst í flugfar með rörinu til Hornafjarðar fyrir Dóra – þá hefði okkar maður nú legið rækilega í því!
# # # # # # # # # # # # #
Á gær byrjaði ég á grein. Ekki veit ég hvar hún á að birtast eða hver niðurstaðan á að vera, en ég samt byrjaður. Það er fyrir öllu.