Svarti dauði

Á forsí­ðu Moggans er sagt frá grein Örnólfs Thorlacius í­ Náttúrufræðingnum. Fyrirsögn Moggafréttarinnar er „Svartidauði kom aldrei til Íslands“.

Örnólfur er í­ greininni að rekja kenningar tveggja breskra ví­sindamanna sem settar voru fram árið 2001.

Fyrirsögn Moggans er reyndar afskaplega misví­sandi og felur í­ sér ljótan hugtakarugling, þó kunnugir geti skilið af meginmálinu hvað sé verið að fara.

Málið snýst um þetta:

i) írið 1347-51 gekk hræðileg farsótt yfir Evrópu og drap grí­ðarlegan fjölda fólks, nefndar hafa verið mannfallstölur frá 25-60%. Þessi einstaki faraldur (ekki sjúkdómurinn sem slí­kur) hefur verið kallaður „Svarti dauði“ í­ ýmsum germönskum tungumálum.

ii) Næstu aldirnar á eftir komu upp litlir faraldrar ví­ða í­ Evrópu sem drápu marga, en ekkert þó í­ lí­kingu við 1347-51 faraldurinn. Flestir – þó ekki allir – segja að þessir faraldrar hafi verið af völdum sama sjúkdóms og upphaflegi faraldurinn.

iii) Sjúkdómurinn sem flestir – þó ekki allir – telja að hafi verið að verki í­ Svarta dauða og seinni faröldrunum er bakterí­usjúkdómurinn kýlapest, Yersina pestis. Flær bera þann sjúkdóm í­ menn, þótt aðrar smitleiðir séu mögulegar.

iv) Íslendingar fengu ekki Svarta dauða í­ erlendri merkingu þess orðs, því­ faraldurinn 1347-51 lét landið í­ friði. Hins vegar nota Íslendingar einir þjóða Svarta dauða-heitið á annan hátt. Við köllum tvo faraldra sem hér gengu 1402-4 og 1495-6 Svarta dauða. Flestir – þó ekki allir – telja að þessir í­slensku faraldrar hafi verið sama farsótt og stráfelldi meginlandsbúa.

Kenning Bretanna sem Örnólfur vitnar til varðar atriði iii), þ.e. að farsóttin sem gekk um Evrópu hafi ekki verið bakterí­usjúkdómur heldur óþekktur veirusjúkdómur. Það er því­ rangt hjá Mogganum að segja að Svartidauði hafi ekki komið til Íslands (eða Evrópu). Réttara væri að segja að Svartidauði hafi verið annar sjúkdómur en almennt er talið. Það er augljóslega talsvert annað mál.

Sjálfur var ég þó hinn kátasti við lestur fréttarinnar. Hún er nefnilega í­ fullu samræmi við það sem ég spáði í­ meistaraprófsritgerðinni minni 2001 að myndi gerast í­ umræðum um Svarta dauða á næstu árum.

# # # # # # # # # # # # #

Á gærkvöld náði ég bæði FRAM-leik og brúðkaupsveislu. Var tæpur á tí­ma og var búinn að gefa upp alla von um að okkur tækist að jafna. Var þó sem betur fer ekki búinn að labba útaf vellinum þegar Rikki skoraði.

Gaman að sjá hvað baráttan er mikil í­ FRAM-liðinu. Oft hafa FRAMarar verið uppnefndir dúkkulí­sur og sagðir linir. Það er ekki raunin núna.