Nú skal það viðurkennt að ég hef ekki lúslesið umfjallanir blaðanna um Þingvallasamkomuna um helgina – en hvaðan í ósköpunum kemur þessi tala átján?
Ég er í sjálfu sér ekki að draga í efa að talan átján sé rétt, en ekki hélt ég að heimildir um dauðadóma fyrr á öldum og hversu mörgum þeirra var framfylgt væru nógu góðar til að slá fram svona nákvæmri tölu.
Hefur einhver sagnfræðingur gengist við þessu?