Ástralir og lýðræðið

Pawel Bartoszek á Deiglunni er einn af eftirlætis vefritaskrí­bentunum mí­num hér á landi. Ég er ekki alltaf sammála honum, en oft veltir hann upp skemmtilegum flötum – auk þess sem hann er tölfræðinörd og kosninganörd, en slí­kir menn eru einatt skemmtilegir.

Greinin hans á Deiglunni um daginn, fannst mér þó skrí­tin. Þar reynir Pawel að færa fyrir því­ rök að kosningahegðun fólks í­ þjóðaratkvæðagreiðslum sé upp til hópa í­haldssöm, meðan löggjafinn sé – þrátt fyrir allt – framsæknari og djarfari.

Helsu áþreifanlegu rökin fyrir þessari skoðun, telur Pawel að finna megi í­ ístralí­u. Hann skrifar:

Þegar Stjórnarskrá ístralí­u var samin um aldamótin 1900 þótti engin ástæða til að setja inn í­ hana mannréttindakafla. Sí­ðan þá hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að bæta slí­kum kafla við en þær allar mistekist, til dæmis árið 1988 þegar ístralí­ubúar kusu um það í­ þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þeir vildu setja hann inn. Tillaga var felld með um 70% atkvæða.

Af þeim 43 þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar hafa verið í­ ístralí­u á seinustu öld hafa einungis átta endað með jái. Svipaða sögu er að segja frá öðrum löndum þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru tí­ðar…

Þetta þótti mér hið skringilegasta mál og fór að lesa um þjóðaratkvæðagreiðslur í­ ístralí­u. Þar kom ýmislegt á daginn.

Þjóðaratkvæðagreiðslurnar í­ ístralí­u munu vera 44 talsins, en reyndar er eðlilegt að telja þær tvær sí­ðustu saman, enda snerust þær um að stofna lýðveldi í­ ístralí­u. Sú tillaga var felld naumlega – en ekki hvað sí­st vegna þess að harðir lýðveldissinnar vildu að forseti væri kjörinn í­ beinni kosningu en ekki af þinginu eins og gert var ráð fyrir. Hvort það sé í­haldssemi eða ekki vil ég ekki dæma um.

En hinar 42 atkvæðagreiðslurnar – um hvað snerust þær þá eiginlega? Var þar alltaf verið að kjósa um mannréttindakafla, sem truntulegur almenningur hafnaði í­ sí­fellu?

Nei, langflestar atkvæðagreiðslurnar snerust um átök milli sambandsstjórnarinnar annars vegar en andstæðinga miðstýringarinnar hins vegar. Stundum var kosið margsinnis um sömu eða nánast sömu tillögur, sem gengu einkum út á að sambandsstjórnin fengi aukin völd – meðal annars völd til að þjóðnýta fyrirtæki í­ einokunarrekstri.

Það er kyndugt að hægrimaðurinn Pawel skuli telja það sönnun þess að almenningur sé í­haldssamari en stjórnmálamenn þegar ístralir hafna því­ að rí­kisvaldið fái auknar heimildir til þjóðnýtingar.

Annað dæmi um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem stjórnin beið lægri hlut, voru kosningarnar 1951 um aðgerðir gegn kommúnistum. Þar vildi rí­kisstjórnin fá að ofækja kommúnista í­ anda McCarthy-ismans, en fékk ekki. Er það merki um í­haldssemi borgaranna en framsækni stjórnmálamanna?

Þegar kom að sjálfsögðu mannréttindamáli eins og að veita frumbyggjum lýðréttindi árið 1967, var þorri fólks tillögunni meðmælt. – Aðrar stórar þjóðaratkvæðagreiðslur í­ seinni tí­ð hafa einkum snúist um atriði sem snúa að kjördæmakerfinu, s.s. um hvort lögbundið skuli vera að kjósa til fulltrúadeildar og öldungadeildar á sama deginum. Tæplega úrslitaatriði varðandi lýðræði og mannréttindi?

írið 1944 voru sömuleiðis stórar kosningar um mannréttindamál, þar sem stjórnin varð að láta í­ minni pokann. En í­ þeim fór sambandsþingið fram á að „óútfyllta áví­sun“ þess efnis að mega taka til endurskoðunar stóra lagabálka um ýmis efni – þar á meðal mannréttindamál – án þess að þurfa að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Ósigurinn ætti því­ e.t.v. ekki að koma svo mjög á óvart.

Það merkilega við kosningasögu þessa alla, er hversu ótrúlega jafnt hefur þar verið á munum. ítrekað hafa úrslitin orðið 51:49 eða eitthvað álí­ka. Kosningarnar 1988, sem Pawel nefnir, eru því­ mjög óvenjulegar þar sem munurinn er afar mikill. Sú spurning vaknar því­ hvort ekki sé nærtækara að leita annarra skýringa en andúðar almennings á lýðræði og mannréttindum á þessum niðurstöðum?

Hvað eiga þessar vangaveltur allar að sanna? Tja, svo sem ekki annað en það að á bak við staðreyndir eins og að í­ 43 atkvæðagreiðslum í­ ístralí­u hafi bara fengist 8 „já“ – þarf ekki að vera svo mikið. Þingmeirihluti sem ví­sar aftur og aftur sama frumvarpinu til kjósenda – en er alltaf rekinn til baka – verður ekkert framsæknari við hverja höfnun. Á sama hátt þarf það ekkert að segja um viðkomandi þjóð hvort hún sé í­haldssöm eða ekki, þótt hún neyðist trekk í­ trekk til að hafna sömu tillögunni.

Þabbaraþabb