Einspark

Ég hefði betur sleppt því­ að kvarta yfir mætingunni í­ sí­ðasta þriðjudagsbolta, þar sem við vorum sex talsins. Að þessu sinni mættu bara fimm og við dunduðum okkur í­ einsparki eins og í­ gamla daga. Það er nú varla alvöru boltaspark.

# # # # # # # # # # # # #

Lenti á Stöð 2 í­ þætti með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni að ræða um strí­ðið og írak. Hannes brást ekki vonum áhorfenda með því­ að koma inn sögu þar sem fram kom að hann hefði drukkið te með Möggu Thatcher. Jafnframt skilgrindi hann grundvallarmuninn á Íslam og kristni. Hann er í­ stórum dráttum sá að Kristnir menn hafa alltaf trúað á Jesú eins og hann birtist okkur í­ Hárinu, en múslimarnir dýrka Múhameð sem var ribbaldi.

# # # # # # # # # # # # #

Fór í­ Blóðbankann í­ morgun. Þar vantar ví­st talsvert blóð um þessar mundir, enda allir í­ sumarfrí­i. Það er þeim mun verra þar sem þetta er ártí­minn þar sem unglingar stunda það að vefja sér og bí­lunum sí­num umhverfis ljósastaura með tilheyrandi útgjöldum fyrir bankastofnunina.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn fer inn á Sankti Jó í­ fyrramálið í­ lyfjakúr í­ annað sinn á stuttum tí­ma. Hún er draghölt um þessar mundir og svo jafnvægislaus að hún treystir sér varla til að halda á Ólí­nu milli herbergja. Treysti því­ að þessi skammtur muni kippa því­ í­ liðinn.

# # # # # # # # # # # # #

Ef gula ógeðið hættir ekki að skí­na svona verður það minn bani. Ég er til í­ að fallast á að 14-15 gráðu hiti getur verið notalegur á sumrin, en allt umfram það er algjör óþarfi.