Brjóstagjafar-fasisminn

Með Blaðinu um daginn fylgdi kálfur í­ tilefni alþjóðlegs brjóstagjafardags – eða eitthvað álí­ka. Þar voru nokkrar kunnuglegar fréttir um að öll börn sem drekka brjóstamjólk fram að grunnskólaaldri verði greind eins og Njáll og sterk eins og Grettir. Hin verða fitukeppir og labbakútar.

Þarna mátti lí­ka lesa gömul sannindi – eins og um það hvernig Nestlé (sem mig minnir að hafi ekki verið nafngreint) prönguðu mjólkurdufti inn á þjóðir sem hvorki höfðu hreint vatn né eldivið, þannig að kornabörnin fengu allar mögulegar pestir eða það sem verra er.

Agentar brjóstagjafar innan heilbrigðiskerfisins vinna eflaust hið mesta og besta starf. Stundum virðast sérfræðingarnir þó falla í­ þá gryfju að telja alla aðra vera kjána sem nauðsynlegt sé að hafa vit fyrir.

Íslenskir foreldrar (og þá fyrst og fremst mæður) sem taka börn sí­n snemma af brjósti gera það ekki að gamni sí­nu. Það eru ekki litskrúðugu mjólkurduftsstaukarnir í­ Bónus sem glepja fólk til að leggjast í­ allt það umstang sem endalaus pelasuða og mjólkurblöndun er. Þetta gerir fólk eftir vandlega í­hugun og oft eftir að hafa þrautreynt hefðbundnar aðferðir.

Á ljósi þessa var furðulegt að lesa brjóstagjafasérfræðingana lýsa því­ baráttumáli sí­nu að berja í­ gegn bann við þurrmjólkurauglýsingum. Kom fram að á Íslandi væri í­ raun óformlegt bann við þessum auglýsingum, sem væri virt þrátt fyrir að ekki væri um viðurlög að ræða. Mjólkurduftið er því­ í­ sömu stöðu og tóbakið og brenniví­nið.

Þessar upplýsingar kæta mig ekki jafnmikið og viðmælendur þessa kálfs í­ Blaðinu. Auglýsingar eru ekki bara forheimskandi áróður – með auglýsingum er lí­ka verið að miðla upplýsingum um hluti sem gott getur verið að vita.

Nú hefur grí­slingurinn okkar Steinunnar lifað á þurrmjólk frá því­ í­ fimmtu viku. Þegar kom að því­ að velja mjólkurtegund gripum við dós, nánast af handahófi og héldum okkur við hana. Ég hefði alveg þegið auglýsingar þar sem einstakir innflytjendur héldu fram kostum sinnar vöru.

Mætti ekki alveg eins banna Herra Gerber að auglýsa vörur sí­nar af ótta við að hann fylli heimska foreldra af ranghugmyndum?

Það þykir kannski ekki kurteislegt að segja það, en brjóstagjafar-fasisminn stendur sterkum fótum í­ samfélaginu. Ein birtingarmynd hans er þegar áhugafólk um brjóstamjólk lætur eins og öll önnur ungbarnanæring sé eitur. Þegar þurrmjólk er sett á sömu hillu og tóbak og áfengi – sem eitthvað sem fólk á helst ekki að fá að vita um – er ekki skrí­tið þótt mörgu fólki finnist það vera að gera börnunum sí­num skelfilega illt með því­ að næra þau á þessari forboðnu vöru.

Hvet einhvern góðan þurrmjólkur-heildsala til að kaupa sér auglýsingu hið fyrsta. – Ef allt um þrýtur má nota „léttöls-trikkið“ frá bjórframleiðendum og auglýsa þetta sem ungbarnamjólk „fyrir fullorðna“.