Afi dó í gær á hjartadeildinni á Landsspítalanum.
Hann fékk heilablóðfall fyrir hálfum mánuði og komst aldrei til meðvitundar eftir það. Hann hefði orðið áttræður í desember og þótt hann hafi glímt við ýmis áföll að völdum hjartasjúkdóma í tuttugu ár, var hann alla tíð skýr í kollinum og fylgdist vel með heiminum í kringum sig.
Afi gerði mig að Framara. Ég hefði orðið sósíalisti án hans hjálpar, en hann spillti þar örugglega ekki fyrir.