Listaverk á hjólum

Athyglisverðasta útilistaverkið á höfuðborgarsvæðinu er ekki skúlptúr fyrir utan listasafn – heldur bí­l. Nánar tiltekið er um að ræða ruslabí­linn sem sinnir (eða sinnti í­ það minnsta) Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og ílftanesi. Á þessum bí­l vann ég sumarið 1995.

Stoppaði á rauðu ljósi við hliðina á ruslabí­lnum um daginn og gat virt fyrir mér dýrðina.

Á annari hlið bí­lsins er stór mynd af í­sbirni. ígætis mynd og ekkert meira um hana að segja í­ sjálfu sér.

Á hinni hliðinni er mynd af pandabirni sem flatmagar á sólarströnd með í­slenskan fána í­ hendinni. Við hlið hans liggur stór, bleikur strandbolti.

Hvers vegna pandabjörn? Hvers vegna sólarströnd? Hvers vegna í­slenskur fáni? Þessum spurningum er ómögulegt að svara – en hinu verður ekki móti mælt, að þetta er ruslabí­ll sem tekið er eftir.