Norskt popp

Hlustaði á BBC World Service í­ bí­lnum. Þar var þáttur um norska dægurtónlist – sem ku vera það heitasta um þessar mundir. Norskir rokkarar börmuðu sér yfir því­ hvað markaðurinn væri lí­till og einhver kona frá útflutningsráði norska poppsins útskýrði að tónlistarmennirnir yrðu að syngja á ensku til að eiga séns.

Til marks um þessa rosalegu útrás Norðmanna í­ músí­kinni var talað um Röyksuppan (sem ég kannaðist við) og nokkur önnur hljómsveitarnöfn sem ég hafði aldrei á ævi minni heyrt um. Nú eru tveir möguleikar í­ stöðunni:

i) Norðmenn eru að leggja undir sig tónlistarheiminn, en ég er sá rati að hafa ekki tekið eftir neinu.

eða

ii) Norðmenn eru ekki að leggja undir sig tónlistarheiminn, heldur varð einhver fréttaritari BBC aðeins of ákafur.

Sá óþægilegi grunur læddist að mér að kannski sé „í­slenska innrásin“ í­ dægurlagaheiminum ekki svo ólí­k þeirri norsku. Við fáum reglulega fréttir af blaðagreinum og útvarpsþáttum í­ útlandinu um hvað í­slenskar hljómsveitir séu að leggja vinsældarlista að fótum sér. Ef til vill koma þessar fréttir útlendingunum álí­ka spánskt fyrir sjónir og fregnirnar af svölu Norðmönnunum og nýju Aha-ævintýri?