Afríkuboltinn

Hví­lí­k helgi í­ forkeppn í­ HM!

Fyrir helgina var mögulegt að nýliðar kepptu í­ úrslitakeppninni fyrir hönd Afrí­ku úr fjórum af fimm riðlum. Túnis, sem virðist öruggt um sigur í­ fimmta riðli voru einu reynsluboltarnir sem öruggir töldust.

Fí­labeinsströndin var með örlög sí­n í­ eigin höndum, en tapaði á heimavelli 2:3 gegn Kamerún – þar sem jafntefli hefði verið nóg. Kamerún virðist því­ eiga greiða leið í­ úrslitin, rétt eina ferðina.

Togo missteig sig ekki heima gegn Lí­berí­u og dugar jafntefli í­ erfiðum útileik gegn Kongó til að skiljla Senegal eftir í­ 1. riðli. Það er magnað að Togo sé á leiðinni til Þýskalands. Því­ hefði enginn trúað fyrir ári eða tveimur.

Suður-Afrí­ka má heita úr leik eftir tap á útivelli gegn Burkina Faso. Grí­ðarlega óvænt úrslit sem þýða að Ghana er á leiðinni í­ úrslit. Það er hins vegar mikið áfall fyrir Suður-Afrí­kumenn að sitja heima fjórum árum áður en liðið hýsir HM 2010.

Óvæntast af öllu er þó að sjá Angóla í­ efsta sæti 4.riðils. Þegar ein umferð er eftir dugar Angóla sigur á útivelli gegn Rwanda til að komast áfram og ef Ní­gerí­a tapar gegn Alsí­r í­ kvöld eru úrslitin þegar ráðin.

Á Así­u sigraði Úsbekistan fyrri leikinn í­ einví­ginu við Bahrain, 1:0 á heimavelli. Er það nóg til sigurs? Það lið sem hefur betur í­ þeirri rimmu mætir lí­klega Guatemala eða Trinidad & Tobago. Ekkert þessara liða hefur áður komist í­ úrslitakeppni. – Það verður því­ enginn hörgull á nýjum úrslitaliðum næsta sumar.