Mánudagsþankar

Finnst engum öðrum en mér ósmekklegt að hlusta á Lögreglukórinn syngja Lög og reglu eftir Bubba?

Er engin kaldhæðni svo augljós að einhverjum takist ekki að misskilja hana?

# # # # # # # # # # # # #

Krakkahópurinn í­ Rafheimum í­ dag er úr Lækjarskóla í­ Hafnarfirði. Góðir krakkar.

Meðan ég var að halda fyrirlesturinn áðan gall í­ einum: „Þú talar eins og gaurinn í­ Sjónvarps-bingóinu!“

– „Nei“, hnussaði þá í­ öðrum, „hann er miklu frægari en þessi í­ bingóinu. Hann var í­ Gettu betur.“

Hah! Villi naglbí­tur hvað?