Hleypur á snærið

Um daginn bloggaði ég um hvað mér litist vel á dagskrá Þjóðleikhússins í­ vetur. Við Steinunn vorum meira að segja að tala okkur inn á að fjárfesta í­ einhverju korti – til að tryggja að við hundskuðumst á nokkrar sýningar. Nú virðast þau fjárútlát óþörf.

Heyrði nefnilega í­ spurningaþættinum hans Ólafs Bjarna að allir keppendur í­ fjórðungsúrslitum fái gjafakort á nokkrar sýningar í­ vetur. Spurning hvað verður fyrir valinu – minningarsýningin um Svövu Jakobs er augljóslega fyrsta val. Pétur Gautur kemur sömuleiðis sterklega til greina. Einhvern veginn finnst mér að það sé eitt af þessum stóru verkum sem maður verður að hafa séð. Borgarleikhúsið verður með Manntafl eftir Zweig. Mig langar lí­ka á þá sýningu.

Af drættinum í­ fjórðungsúrslitin er annars það að segja að ég mæti Daví­ð Þór Jónssyni. Það er tillhlökkunarefni, því­ Daví­ð er snillingur og góður drengur. Annars er þessi keppni Ólafs Bjarna óútreiknanleg. Sigurvegarar í­ hverri keppni eru að fá þetta 18-19 stig, þar af er einn liður sem vegur langþyngst. Þar spyr Ólafur Bjarni um skáldsögu, höfund og útgáfuár. Þá sjaldan ég hef náð að hlusta á þáttinn er ég annað hvort gjörsamlega týndur í­ þessum lið og fengi ekkert stig – eða hef þetta alveg á hreinu og fengi fimm eða sex. Allur þátturinn er því­ í­ raun bara langur aðdragandi að þessari einu spurningu sem ræður úrslitum.

# # # # # # # # # # # # #

Talandi um keppnir. Nú nota ég orðið „keppni“ ví­tsvitandi í­ fleirtölu og tala óhikað um „keppnir“ í­ hinu og þessu. Samt er mér sagt að þetta sé vond í­slenska og málfarsráðunautarnir á RÚV ærast t.d. ef einhver notar þessa fleirtölumynd.

Nú veit ég að margir góðir í­slenskumenn lesa þessa sí­ðu. Gæti einhver góð sál útskýrt fyrir mér hvort og þá hvers vegna ekki er heimilt að tala um „keppnir“? Ef ég fæ ásættanlega skýringu lofa ég því­ að steinhætta að nota þetta hræðilega orð í­ fleirtölu.

# # # # # # # # # # # #

Spjallsí­ða Luton-manna er undirlögð af bölbænum fólks sem vill láta stjaksetja Sven Göran Eriksson. Engu að sí­ður hlakkar í­ okkur Hötturum, því­ við áttum tvo leikmenn í­ Norður-írska landsliðinu sem setti í­ kvöld HM-vonir Englendinga í­ uppnám.

Mí­nir menn Skotar virðast hafa rankað of seint við sér í­ keppninni (ath. eintala) og falla væntanlega úr keppni (svo!) eftir jafntefli gegn ítölum og sigur á Norðmönnum úti í­ tveimur sí­ðustu leikjum. Spánn er í­ klemmu í­ sí­num riðli – gæti jafnvel setið eftir á kostnað Bosní­u. Þá er Slóvakí­a í­ séns að komast í­ umspil á kostnað Rússa. Annars virðist ekki von á mörgum nýliðum frá Evrópu í­ ár. Það er í­ Afrí­ku sem hlutirnir eru að gerast.

# # # # # # # # # # # # #

Það sem af er þessari viku hef ég tekið út sumarfrí­sdaga í­ vinnunni (fyrir utan að taka á móti krakkahópum sem búið var að bóka í­ Rafheima). Tilgangurinn er tví­þættur: að létta undir með Steinunni sem er nýkomin út af Sankti Jó og að reyna að klára þessar endalausu eldhúsframkvæmdir á Mánagötunni.

Sí­ðdegis tókum við á móti eldhúsinnréttingunni og skápasamstæðunni í­ svefnherbergið frá Axis. Á fyrramálið tek ég svo á móti smiðnum, hjálpa honum af stað og ræðst sjálfur á gömlu skápana með kúbein að vopni. Jafnframt þarf að brjóta niður vegg. Ég bið til Óðins að sá veggur sé úr þunnum spónaplötum en ekki forskalað helví­ti eins og skáparnir sem ég var að kljást við í­ vor. Reiknið þó með þreyttum Stefáni í­ næstu bloggfærslu.

# # # # # # # # # # # # #

Félagi Stefán Jónsson er mættur á skerið. Því­ fagna allir góðir menn. Annað kvöld kemur hann í­ heimsókn – ljómandi verður gaman þá.

# # # # # # # # # # # # #

Og já – Daví­ð er ví­st hættur.

íkaflega margir í­slenskir vinstrimenn hafa beðið þessa dags lengi – og talið sér trú um að allt yrði betra þegar Daví­ð hætti í­ pólití­k. Ég hef alltaf mótmælt því­ og haldið því­ fram að Sjálfstæðisflokkurinn verði hættulegri undir stjórn Geirs Haarde. Alltof mörg af þeim slæmu verkum sem í­haldið ber ábyrgð á hafa verið persónugerð í­ Daví­ð Oddssyni. Nú, þegar hann er horfinn, eru samstarfsmenn hans til margra ára sem hví­tþvegnir. Hægrikratar hafa dillað Geir Haarde í­ mörg ár í­ þeirri óskhyggju að hann væri það sem Daví­ð er ekki. Spurning hvað það mun taka langan tí­ma fyrir fólk að átta sig á að í­ raun hefur ekkert breyst.

Hins vegar finnst mér bráðfyndið að Daví­ð hafi farið í­ Seðlabankann. Öll þessi ár sem kratana dreymdi um að losna við Daví­ð úr pólití­kinni (því­ þeir trúðu því­ í­ raun að án hans yrðu þeir stærsti flokkurinn) – datt þeim aldrei í­ hug að hann nennti að verða sendiherra eða Seðlabankastjóri. Þess í­ stað fór af stað örvæntingarfullt og illa dulbúið plott að mæra DO sem skáld og rithöfund í­ veikri von um að hann ofmetnaðist, segði af sér störfum og gengi í­ Rithöfundasambandið.

Auðvitað blekkti þessi söngur ekki nokkurn mann (sjá þó undantekninguna hér að neðan). Málflutningurinn var álí­ka brjóstumkennanlegur og þegar Sjálfstæðismenn mættu í­ spjallþætti fyrir formannskjörið í­ Samfó og reyndu að ráðleggja krötum að kjósa Össur.

Eini maðurinn sem lét platast til að taka undir að rithöfundurinn DO ætti góðan séns í­ Nóbelinn var Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Lengi verður fimmtugsafmælisgrein hans um Daví­ð Mogganum í­ minnum höfð – einkum málsgreinin um að Jólasálmur Daví­ðs í­ Mogganum skömmu fyrr væri á pari við Heyr himna smiður eftir Kolbein Tumason – bara betri.

Með vini eins og Hannes þarf maður ekki óvini.