Mýtan um þýsku smáflokkana

Enn eru allir fjölmiðlar fullir af þýsku kosningunum, enda virðist stefna í­ algjöra stjórnarkreppu í­ landinu. Þessi stjórnarkreppa er kaldhæðnisleg í­ ljósi þess að þar í­ landi eru grí­ðarlega ólýðræðislegar kosningareglur sem fela það í­ sér að flokkar þurfa að fá mjög hátt hlutfall atkvæða til að fá þingmenn kjörna. Þröskuldur þessi gerir það að verkum að milljónir kjósenda geta lent í­ því­ að fá enga fulltrúa á þingi.

Þau rök sem færð hafa verið fram fyrir slí­kum þröskuldum (og sem sumir hafa talað fyrir að verði teknir upp hér á landi ef landið yrði gert að einu kjördæmi) eru fyrst og fremst pragmatí­sk. Á Þýskalandi héldu menn því­ fram að þröskuldarnir tryggðu að hægt væri að mynda meirihlutastjórnir, en að smáflokkar leiddu til stjórnarkreppu og viðvarandi minnihlutastjórna. Þau rök fara fyrir lí­tið núna. Lí­klega væru meiri lí­kur á að Þjóðverjar gætu myndað starfhæfa rí­kisstjórn nú ef enginn hefði verið þröskuldurinn.

Önnur mýta um þýska kosningaþröskuldinn er sú að hann sé afurð fortí­ðar Þýskalands – að smáflokkakraðak hafi meðal annars komið Hitler til valda. Þetta hefur maður oft heyrt fullyrt og nú sí­ðast skrifar Björn Bjarnason um það á heimasí­ðu sinni.

Söguáhugamaðurinn Björn hefði þó betur haft fyrir að kynna sér málið aðeins betur áður en hann dró þessa gömlu tuggu fram. Lí­tum á kosningarnar 1933, þær sí­ðustu áður en Nasistar tóku sér alræðisvald með stuðningi hægrimanna á þýska þinginu.

Fylgi flokkanna var sem hér segir:
Nasistar 43,9%
DNVP (hægrisinnaður samstarfsflokkur nasista) 8%
Jafnaðarmenn 18,3%
Kommúnistar 12,3%
Miðflokkurinn 11,2%
Bæheimski flokkurinn (systurflokkur Miðflokksins) 2,7%

Hinir margumtöluðu smáflokkar voru:
DDP 0,9%
Aðrir 2,7%
Þetta gaf smáflokkum 14 þingmenn af 647.

Á kosningunum í­ nóvember 1932, sem sömuleiðis voru afar þýðingarmiklar í­ valdatöku nasista var samanlagt fylgi smáflokka innan við 5% og 25 þingmenn af 584.

1930 voru smáflokkarnir með 20 þingmenn af 577 & 1928 voru þeir 26 af 491 – (þá eru nasistar ekki taldir til smáflokka).

Með öðrum orðum, er útilokað að leita réttlætingar fyrir ólýðræðislegum kröfum um lágmarksfylgi flokka í­ Þýskalandi í­ nasí­skri fortí­ð landsins. Það stenst enga sögulega skoðun.

# # # # # # # # # # # #

Á kvöld át ég hreindýrshjörtu hjá tengdó. Það er herramannsmatur.

# # # # # # # # # # # #

Luton tapaði fyrir Reading í­ kvöld og er úr leik í­ deildarbikarnum. Jæja, við tökum þá bara Uglurnar á föstudaginn í­ staðinn.