Á gær og í morgun tókst okkur Kjartani að laga tvo tilraunabása í Rafheimum sem höfðu verið bilaðir. Báðar viðgerðirnar kölluðu á notkun lóðbolta og annarra tækja.
Því var spáð að aðfarirnar myndu minna á hina Slóvakísku „Klaufabárða“ (sem margir kalla ranglega tékkneska), en við reyndumst völundarsmiðir.
# # # # # # # # # # # #
Þættirnir um Jóhann Sigurjónsson sem Sjónvarpið sýndi um daginn voru bráðskemmtilegir. Raunar með betri íslenskum heimildarþáttum sem ég hef séð lengi.
# # # # # # # # # # # #
Frömurum tókst að leggja Hauka í upphafsleik sínum á Íslandsmótinu. Kannski maður reyni að fylgjast með handboltanum í ár…