Ábyrgðarhluti

íg hef ekki verið áskrifandi af Morgunblaðinu í­ mörg ár. Þess í­ stað skoða ég blaðið á gagnsafni Mbl. og ef ég rekst á það á förnum vegi. Fyrir vikið missi ég ýmsu efni, t.d. dánartilkynningum.

Á gær þurfti ég að leita að grein eftir sjálfan mig um sögu Elliðaárstöðvar sem birtist í­ Mogganum í­ fyrra. Þegar ég sló nafninu mí­nu inn á leitarvélina kom m.a. í­ ljós bréf til blaðsins frá því­ í­ júlí­ þar sem mí­n var getið, en ég hafði ekki hugmynd um að hefði birst. Höfundur var Hermann Bjarnason heimspekingur og tilefnið umræður í­ sjónvarpsþættinum Íslandi í­ dag – sem höfundi misminnti raunar að hefðu verið í­ Kastljósinu. Þar segir:

Á KASTLJÓSI rí­kissjónvarpsins miðvikudag 19.7. var fjallað um hryðjuverkaógnina með tilliti til nýlegra árása í­ London. íttust þar við Stefán Pálsson sagnfræðingur og Hannes Hólmsteinn titlaður stjórnmálafræðingur. Maður getur velt vöngum yfir mannvalinu í­ þættinum, hvers vegna þessir tveir ólí­ku menn eru kallaðir til og þá hvaða tilgangi svona þáttur á að þjóna. Ef um er að ræða að fá fram örugglega tvö ólí­k sjónarmið hefur það kannski heppnast nokkuð vel, nema hvað Hannes Hólmsteinn fékk að halda uppi einræðum allt of lengi. Maður getur jafnvel velt vöngum yfir hvers vegna ég ætti að setjast niður og kommentera eða gagnrýna þennan þátt, og eyða tí­ma í­ þann fáránleika sem þar fór fram.

Sí­ðar í­ bréfinu segir Hermann:

Ég þykist vita af greinaskrifum hans að Stefán hefur velt aðstöðu annarra heimshluta alvarlega fyrir sér, en ég get ekki alveg gert mér grein fyrir hvaða sérþekkingu Hannes Hólmsteinn hefur á arabaheiminum eða þeirri hryðjuverkaógn sem stafar frá múslí­mum á sí­ðustu tí­mum. Hvað réttlætir að kalla hann í­ þáttinn, eða hvort hann hefur nokkuð til að bera til að tjá sig um þessi alvarlegu málefni. Maður getur þannig velt fyrir sér hvað vakir fyrir stjórnendum Kastljóssins.
Maður getur spáð í­ hvort ekki sé ábyrgðarhluti af hálfu Stefáns að koma fram gegn Hannesi Hólmsteini, í­ staðinn fyrir einfaldlega að hunsa kvaðninguna til Kastljóssins. Það má spyrja sig hverjum það þjónar. Ef til vill er Kastljósið svo eftirsóknarvert að ekki má afþakka það.

Sí­ðar í­ bréfinu svarar Hermann efnislega ýmsum staðhæfingum Hannesar.

Eftir stendur spurningin: er það ábyrgðarhluti að koma fram gegn Hannesi Hólmsteini í­ Sjónvarpi? Á maður að hafa þá vinnureglu að neita að mæta í­ fjölmiðla ef Hannes er með í­ för? – Sjálfum finnst mér það nú full hastarleg afstaða.