Íþróttafélag stúdenta

íþróttafélag stúdenta er skringilegt í­þróttafélag. Það keppir einungis í­ körfubolta og blaki. Minnir að íS hafi verið með í­ handboltanum í­ gamla daga, en það gæti verið misminni. Held að íS hafi aldrei haldið úti knattspyrnuliði og um einstaklingsí­þróttir getur varla verið að ræða.

Þegar ég var í­ Háskólanum gengu alltaf miklar tröllasögur af meintum fjárstuðningi skólans við íS. Held að þær hafi allar verið orðum auknar. Helst að Happdræti Háskólans hafi verið duglegt við að auglýsa á treyjum liðanna. Varla hefur félagið heldur mikið gagn af skólanum í­ húsnæðismálum, því­ í­þróttahús Háskólans býður tæplega upp á mikla körfubolta- eða blakiðkun.

Vita lesendur þessarar sí­ðu eitthvað meira um íþróttafélag stúdenta? Hvernig er tengslunum við HÁ nákvæmlega háttað? Eru þau ekki fremur í­ orði en á borði? Er íS lí­fvænlegt félag eða er það á fallanda fæti? T.d. hefur karlaliðið í­ körfunni ekki verið í­ efstu deild í­ áraraðir. Þurfa iðkendur að vera stúdentar – eru einhverjar reglur um slí­kt?

íS er sömuleiðis skringilegt í­þróttafélag að því­ leyti að það heldur ekki út neinu yngri flokka starfi (eins og gefur raunar að skilja). Fyrir undirmálsí­þróttagreinar eins og blakið hlýtur það því­ að teljast ansi blóðugt að eytt sé mikilli orku og fjármunum í­ að halda úti sterkum meistaraflokkum án þess að það gagnist á nokkurn hátt til uppeldis á yngri iðkendum.

Á ljósi þessa kviknar hugmynd hjá mér sem FRAMara. Hvernig væri að sameina FRAM og íS? FRAM hefur hvorki blakdeild né körfuboltadeild um þessar mundir. Þegar félagið flytur í­ hlí­ðar Úlfarsfells mun húsrými snaraukast og því­ auðveldlega hægt að bæta við nýjum innanhúsgreinum.

ívinningurinn fyrir FRAM væri að fá inn stönduga meistaraflokka með hefð og sögu, sem aftur gætu lagt grunninn að yngriflokkastarfi miklu hraðar en ella.

ívinningurinn fyrir íS væri að innan hefðbundins í­þróttafélags væru félagsmenn mun velkomnari en nú er innan Háskólans, auk þess sem forsendur væru fyrir yngri flokkum. Á mí­num huga er það nokkur mælikvarði á það hvort í­þróttafélög eru „alvöru“ – að þau haldi úti einhverju barna- og unglingastarfi.

Er þetta ekki málið? Sameining FRAM og íS – það er í­ það minnsta lí­fvænlegri sameiningartillaga en nokkuð það sem félagsmálaráðuneytið gæti látið sér detta í­ hug.