Skripó-kóngurinn (eða -drottningin) 2005

Jæja, þá er komið að nýrri spurningakeppni hér á blogginu. Að þessu sinni verður spurt um teiknimyndasögur – eða skrí­pó.

Reglurnar eru einfaldar. Á öllum spurningunum er fiskað eftir nafni á teiknimyndasögu. Spurningarnar verða tólf talsins. Fyrir rétt svar á athugasemdakerfinu fæst eitt stig fyrir hverja spurningu, óháð því­ hversu margar ví­sbendingar eru fram komnar. Einungis einn keppandi getur fengið stig fyrir hverja spurningu. Sigurvegarinn hlýtur verðlaun – augljóslega í­ formi einhverrar teiknimyndasögu sem ég á í­ tví­taki – og heiðurstitilinn Skrí­pó-kóngurinn/-drottningin 2005.

Hefst þá keppnin. Fyrsta spurning, fyrsta ví­sbending:

Á teiknimyndasögunni sem um er spurt koma meðal annars við sögu félagarnir Ölvir, Darling og Lalli. Þeir Ölvir og Lalli eru báðir mállausir en Darling er heyrnarlaus. Hver er bókin?