Jæja, kynnum þá úrslitin:
* Á bókinni kemur við sögu persónan Frískur forstjóri, sem reynist áður hafa starfað sem fílatemjari.
Rétt svar er: Hrakfallaferð til Feluborgar
– Báðir keppendur gátu svarið við þessu. Kolbeinn 1 : Efnafræðingurinn 1
* Á bókinni brýst út harður bardagi og segir í texta við myndina: „Þetta var dapurlegur viðburður í sögu xxx. En við verðum að hafa hann með, sagnfræðinnar vegna.“ Nokkrum myndarömmum síðar springur sprengja.
Rétt svar er: Æðsti strumpur
– Kolbeinn giskaði á Strumpastríð en Rögnvaldur á Grænjaxlinn. Hvorugur fær því stig.
* Á bókinni kemur við sögu herra Viðar, sem er timburkaupmaður. Ein persóna bókarinnar syndir í ógáti yfir Ermasund.
– Báðir giskuðu á ístrík í Bretlandi, en hið rétta er að bókin er „Bannað að líma“ með Palla og Togga.
* Á bókinni sést hljómsveit spila sem minnir talsvert á húshljómsveitina í Prúðuleikurunum. Bókin hefst á veisluhöldum en endar á blómatínslu.
– Kolbeinn og Rögnvaldur giskuðu báðir réttilega á Hamarsheimt úr Goðheima-bókaröðinni. Kolbeinn 2 : Efnafræðingurinn 2
* Á bókinni kynnir ráðamaður í Hrappahreppi sér fyrirkomulag menntamála í margvegadeild Hamrasigðaskóla.
– Rögnvaldur stóð á gati, en Kolbeinn giskaði réttilega á ístrík og bændaglímuna.
Lokatölur: Kolbeinn 3 : Efnafræðingurinn 2
Kolbeinn Proppé telst því Skrípókóngurinn fyrir árið 2005.