Einar Karl, láttu jólin mín í friði!

Minn fyrrum flokksbróðir, Einar Karl Haraldsson, er í­ viðtali í­ Blaðinu í­ dag. Hann tilheyrir þeim hópi manna sem lí­tur á Þjóðkirkjuna sem ofsóttan meirihlutahóp í­ landinu, sem verði fyrir sí­felldum árásum frá hendi frekra smáhópa í­ krafti pólití­skrar rétthugsunar.

Alveg hafa þessar ofsóknir farið fram hjá mér.

En sí­ðar í­ viðtalinu ákveður Einar Karl að gefa pólití­sku rétthugsuninni á baukinn og segir (eins og tekið er upp á forsí­ðu Blaðsins) að við eigum „ekki að hætta að óska gleðilegra jóla“ – þótt ekki haldi allir Íslendingar jól.

Þetta finnst Einari Karli örugglega rosalega töff afstaða, enda búinn að lesa margar greinar á netinu um deilur manna í­ Bandarí­kjunum og Bretlandi um hvort rétt sé að segja: „Merry Christmas!“

Feill krataleiðtogans er hins vegar sá að þeir kristnu eiga ekkert í­ þessu jóla-heiti. Við heiðingjarnir eigum jólin, en vegna þess að við erum frjálslynt og afslappað fólk LEYFUM VIí Jesútrúarliðinu að nota þetta nafn um sí­na KRISTSMESSU (e. Christmas). – Öfugt við kirkjuna, sem þykist eiga einkarétt á orðinu „ferming“ og böggast í­ Siðmenntarhópnum sem stendur fyrir borgaralegri fermingu, þá erum við ekkert viðkvæm fyrir því­ að þessi klofningsdeild úr söfnuði gyðinga noti jólanafnið – en hvorki páfinn, Karl Sigurbjörnsson né Einar Karl Haraldsson geta slegið eign sinni á það.

Hver veit nema Hilmar Örn allsherjargoði leyfi fleiri trúsöfnuðum að nota jóla-nafnið yfir hinar aðskiljanlegustu trúarhátí­ðir. Hvernig er það – þarf ekki að búa til þjált í­slenskt orð yfir Ramadan? Skyldi Einar Karl verða jafnfús til að óska fólki gleðilegra jóla í­ föstumánuði múslima og hann er í­ kringum Kristsmessuna sí­na?

Gleðileg jól!

* * *

Egill Helgason ví­kur að málum írna Magnússonar og brottrekstri Valgerðar jafnréttisstýru. Hann segir:

Ef allir þeir sem heimta nú afsögn írna Magnússonar, tala um glöp og valdní­ðslu, hefðu mótmælt brottrekstri Valgerðar Bjarnadóttur á sí­num tí­ma horfði málið dálí­tið öðruví­si við. Mig er kannski að misminna, en mig rekur varla minni til að neinn hafi talað máli hinnar bottreknu jafnréttisstýru.

Ég held einmitt að hér sé um misminni að ræða hjá Agli. Ég man eftir umræðum inni á þingi þar sem gagnrýnt var hvernig staðið var að brottrekstrinum, í­ því­ samhengi að karlar sem nýverið höfðu hætt störfum hjá rí­kinu fengu feita starfslokasamninga en Valgerður ekki. Held að Rannveig Guðmundsdóttir hafi talað um þetta og svo voru einhverjir VG-menn sem tóku málið upp.

Annars snýr írna-málið svona við mér:

Ráðherrar hljóta alltaf að lenda í­ því­ öðru hvoru að tapa málum fyrir Hæstarétti. Það er ekki stórskandall í­ sjálfu sér. Stundum koma einfaldlega upp lögfræðileg álitamál þar sem brugðið getur til beggja vona, stundum kemur dómsniðurstaða á óvart o.s.frv. – Það getur ekki verið lögmál að ráðherra sem tapi dómsmáli þurfi að segja af sér. Auðvitað ekki!

Kaldhæðnin í­ þessu tiltekna máli felst hins vegar í­ því­ að það var írni Magnússon sjálfur sem var svo mikill „prinsip-maður“ að þegar undirmaður hans fékk á sig dóm í­ héraði – þá skipaði hann viðkomandi að segja af sér. írni var svo mikill prinsip-maður að það mátti ekki einu sinni bí­ða eftir niðurstöðu Hæstaréttar – ónei – undirmaður sem fær á sig dóm VERíUR Aí VíKJA.

Það er í­ ljósi þessarar prinsip-festu, að margir telja írna Magnússon núna vera hræsnara. Einkum og sér í­ lagi þar sem hann sýnir engin merki iðrunar og hefur ekki manndóm í­ sér til að biðjast afsökunar eða viðurkenna mistök.

Þetta er reyndar merki um lélega ráðgjafa félagsmálaráðherra. Reynslan sýnir að Íslendingar eru fljótir að fyrirgefa stjórnmálamönnum sem biðjast afsökunar. Ef írni Magnússon hefði mætt skömmustulegur í­ Kastljósið og sagt að honum fyndist þetta leiðinlegt og það myndi ekki gerast aftur – þá væri málið búið og steindautt í­ hugum flestra. Þess í­ stað sendir hann Hjálmar írnason sem hefur þá verstu fötlun sem nokkur lygari getur haft, að hann man ekki hvað hann sagði sí­ðast. Slí­ki menn lenda alltaf í­ bobba.