Hélduð þið virkilega að Gettu betur-nörd landsins myndi sleppa því að blogga um dráttinn í 1. umferð GB, bara vegna þess að ég hef látið af dómgæslu? Hahaha… ég verð Össur Skarphéðinsson þessarar keppni í ár (blogga um hana á nóttunni, hugsanlega fullur, með allskyns blammeringum og gífuryrðum).
Það er vænlegt lið sem stendur að keppninni í ár. Drátturinn sætti hins vegar litlum tíðindum.
Keppni Iðnskólans og FG; Akraness og Austur-Skaftafellssýslu; Suðurnesja og írmúlaskóla & Egilsstaða og Norðfjarðar gætu allar reynst jafnar, önnur úrslit ættu að verða fyrirsjáanleg.
Mér segja kunnugir menn að MR sé með langsterkasta liðið í ár. MH er alltaf sterkt og MA, MK og MS ættu að geta gert vel. Aðrir séu varla líklegir til stórafreka.
Þessor spádómar verða þó augljóslega teknir til endurskoðunar eftir fyrstu umferðina sem hefst annan föstudag. Ég þarf líka að velja skóla til að halda með (onei, MR getur ekki gengið að stuðningi mínum vísum).
# # # # # # # # #
Á morgun (í dag, tæknilega séð) verður framboðslisti VG í kosningunum í Reykjavík borinn upp til samþykktar. Þá lýkur mikilli vinnu okkar í uppstillingarnefndinni. Alltaf gaman að klára verkefni og vonandi mælist framboðslistinn vel fyrir.