Inkanjóli

Seinni partinn í­ dag gekk ég upp Skólavörðustí­ginn með nokkur hundruð grömm af Inkanjóla innanklæða.

Nei, þetta er ekki byrjunin á glæpasögu og „Inkanjóli“ er ekki slanguryrði fyrir kókaí­n eða önnur fí­kniefni. Inkanjóli er kornmeti sem ég keypti til að malla úr graut fyrir barnið. Hann er ví­st meinhollur, svo maður breytist í­ Súpermúla við fyrstu skeið.

Á fyrramálið ætti að koma í­ ljós hvernig grauturinn bragðast – og hvort hann blandast vel saman við gulrótamaukið sem Ólí­na hakkar í­ sig flesta daga, með þeir afleiðingum að hún er að verða á litinn eins og Ingólfur Guðbrandsson.