Góðir strákar & Sveinn Ben.

Það eru allir að blogga um DV. Held að það myndi engu bæta við umræðuna þótt ég rekti viðhorf mí­n til málsins hérna. Tvær hugsanir hafa þó leitað sterkt á mig frá því­ að byrjað var að ræða um þennan harmleik í­ fjölmiðlum og á netinu:

i) Annars vegar fór ég að hugsa um bókina „Góðir strákar“ eftir Helga Ingólfsson. Helgi kenndi mér listasögu í­ MR og mér skilst að hann hafi lí­ka unnið á Grænuborg þegar ég var þar sem grí­slingur og að við krakkarnir höfum dáð hann út af lí­finu.

Helgi ruddist fram á ritvöllinn með sögulegri skáldsögu sem gerðist í­ Rómarveldi. Sú bók fékk góða dóma og hlaut verðlaun. Sí­ðar minnir mig að út hafi komið framhald, sem ég las aldrei. Eftir þessa byrjun, söðlaði Helgi rækilega um í­ ritstörfum sí­num og skrifaði 3-4 stuttar skáldsögur sem allar mátti telja gamansögur, grátbroslegar á köflum, en þær voru einungis gefnar út í­ kilju á vegum Uglu-kiljuklúbbsins. Ein þeirra var Góðir strákar.

Aðalpersónurnar voru að mig minnir tvær þær sömu og úr fyrri gamansögum Helga. Annar var fremur misheppnaður rithöfundur sem skrifaði slappar unglingabækur. Sá hafði sent frá sér bókina „Góðar stelpur“, en ein persónan í­ bókinni – fitubolla í­ gaggó – framdi sjálfsmorð. Á kjölfarið drápu tvær frekar en þrjár feitlagnar unglingsstelpur sig.

Eftir að DV flutti fréttir af málinu, varð aðalsöguhetjan skyndilega hataðasti maður landsins og hvarvetna mátti finna fí­leflda leigubí­lsstjóra sem voru meira en reiðubúnir að lemja hann í­ plokkfisk. Bókin lýsir svo hrakningarsögu þeirra félaganna – samúð lesandans er með aðalsöguhetjunni, en engu að sí­ður er sú hugsun aldrei fjarlæg að hann hafi með kjánalegum skrifum sí­num orðið valdur að dauða nokkurra barna. Á slí­kur maður einhverja samúð skilda?

„Þægir strákar“ vöktu ekki mikla athygli á sí­num tí­ma. Plottið var lí­ka nokkuð þungmelt fyrir bók sem að öðru leyti var hálfgert léttmeti. Kannski einhverjir verði til þess að rifja hana upp að þessu tilefni?

ii) Hin hugrenningartengslin varða það þegar siglfirskir sjómenn og verkamenn fluttu Svein Benediktsson nauðugan frá Sigló. Sveinn hafði nokkru fyrr skrifað ótrúlega svæsna grein í­ Morgunblaðið sem leiddi til sjálfsmorðs verkalýðsleiðtoga á Siglufirði sem þar hafði verið borinn þungum sökum.

Fá mál ollu jafnmiklum titringi á fjóra áratugnum og þetta. Dauðsfallið á Siglufirði grúfði yfir Sveini Ben. alla hans ævi. Enn í­ dag – tæpum sjötí­u árum sí­ðar – stendur fjölskyldu Sveins ekki á sama um þetta mál og hvernig um það er fjallað.