9 réttir

Ég var tippari vikunnar hjá Bjarna Fel á Rás tvö um hádegisbilið. Mér sýnist uppskeran hafa verið bærileg, 9 réttir.

Það eru mörg ár sí­ðan ég keypti mér sí­ðast getraunaseðil. Fyrsti getraunaseðillinn var hins vegar ógleymanlegur. Hann keypti ég hjá írna í­ írnabúð og hef varla verið eldri en tí­u ára – eftir á að hyggja hefur karlinn örugglega ekki mátt selja barninu miða í­ fjárhættuspili…

Á þá daga voru getraunirnar ekki tölvuvæddar, heldur voru seðlarnir keyptir og sí­ðan þurfti að koma þeim útfylltum til söluaðilans sem aftur skilaði þeim til í­slenskrar getspár.

Ég hef sjaldan á ævinni verið jafnsannfærður um nokkurn hlut og að þessi seðill myndi tryggja mér tólf eða í­ það minnsta ellefu rétta – og fullar hendur fjár. Því­ lengur sem ég lá yfir seðlinum sannfærðist ég um að getraunir yrðu mér gullnáma og lí­f í­ vellystingum biði mí­n.

Ég fékk fjóra rétta og varð svo móðgaður að ég tippaði ekki í­ heilt ár.