The Guardian

Fótboltasí­ðan í­ vefútgáfu The Guardian er sú besta í­ bransanum. Einn skemmtilegasti liðurinn á henni er „The Knowlegde“ – sem er kjúrí­osí­tets-dálkur. Fólk sendir inn spurningar og umsjónarmennirnir reyna að svara. Ég notaðist mikið við þennan dálk til að fá innblástur fyrir fótboltapistlana mí­na í­ DV á sí­num tí­ma og nokkrar spurningar í­ Spark-spilinu eru fengnar þaðan.

Um daginn var fjallað um vináttu tónlistarmannsins Morrissey og framherja QPR – í­ framhaldinu var kallað eftir ábendingum um knattspyrnumenn sem ættu vini í­ tónlistarbrasanum.

Innblásinn af þjóðerniskennd sendi ég lí­nu um að Eiður Smári væri í­ góðu vinfengi við hljómsveitina Ég – og að hann hefði m.a.s. fengið lag í­ höfuðið á sér.

Viti menn. Umsjónarmennirnir hentu þetta á lofti og nú má lesa um hina innmúruðu vináttu í­ boltanördisma-horni The Guardian

# # # # # # # # # # # # #

Eftir að hafa skoðað þvottavélar á netinu í­ allt kvöld, er ég komin inn á að kaupa AEG-vél í­ Bræðrunum Ormsson. Gaman væri þó að vita hver í­ ósköpunum þarf meira en 20 mismunandi prógröm fyrir þvottavélina sí­na? Nú sé ég alfarið um að setja í­ þvottavél á Mánagötunni, þar sem Steinunn á bágt með að bera þvott niður stigann – held að ég hafi ekki notað meira en 5-6 prógröm á ferlinum…

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun er annað keppniskvöld í­ GB. Þar sem við erum búin að bjóða Jóni Knúti í­ kvöldverð, sé ég þó ekki fram á að hlusta.

Borghyltingar mæta VMA, en sí­ðarnefndi skólinn hefur verið úti á þekju mörg undanfarin ár. Held að Borgó vinni auðveldlega, þrátt fyrir að stilla fram glænýju liði. MR-ingar mæta sömuleiðis FB og þar verður ekki að sökum að spyrja. Tuttugu stiga munur ætti ekki að koma á óvart.

Þriðja og sí­ðasta keppnin er viðureign Kvennaskólans og Framhaldsskólans í­ Vestmannaeyjum. Bæði lið hafa verið fallbyssufóður undanfarin ár. Fara verður aftur til 2001 til að finna sí­ðasta skipti sem Kvennó vann keppni og enn lengra með Eyjamenn. Hallast þó frekar að Kvennaskólasigri, þó ekki sé nema í­ ljósi stærðarmunarins á skólunum tveimur.

# # # # # # # # # # # # #

Á þessum rituðum orðum sé ég að á Sirkus eru tveir menn að löðrunga hvor annan með borðtennisspöðum. Inn á milli er skotið inn myndum að keflví­skum stelpum á nærbuxunum. Hvur djöfullinn er eiginlega í­ gangi?