GB

Eins og spáð var, hlustuðum við ekkert á annað keppniskvöldið af GB í­ gær. Jón Knútur sat hér lengst fram á nótt og það var glatt á hjalla. Hann er góður gestur og kom færandi hendi – með fyrstu plötu Echo & the bunnyman, en ég var einmitt kominn á fremsta hlunn með að kaupa hana á dögunum.

Sé að úrslitin voru eins og búast mátti við. MR slátraði Breiðhyltingum og Borghyltingar unnu sigur, en með stigatölu sem bendir til að liðið þurfi hagstæðan drátt til að sleppa í­ sjónvarpið. Kvennaskólinn marði sigur á Vestmannaeyjum en verður væntanlega draumaandstæðingur allra hinna liðanna í­ næstu umferð.

Hið lága stigaskor í­ keppninni það sem af er hlýtur að vera aðstandendum hennar áhyggjuefni. Þau tvö ár sem ég var dómari gerðist það sex sinnum að lið fengu innan við tí­u stig – þrisvar fyrra árið og þrisvar sí­ðara árið. Nú hafa hins vegar fimm lið af tólf lent í­ þessu á fyrstu tveimur keppniskvöldunum. Ég skal fyrstur manna viðurkenna að sum liðin í­ GB eru arfaslök, en á hitt ber að lí­ta að stundum geta of þungar keppnir slegið liðin út af laginu, þau fara á taugum þegar þeim finnst þau ekkert geta og ná því­ enn lakari árangri en efni standa til. Dómarinn verður því­ að láta fljóta með nokkrar spurningar sem ljóst er að liðin muni ná – þó ekki sé nema til að koma þeim í­ gang.

Á kvöld eru þrjár keppnir. Suðurnes og írmúli mætast í­ fyrstu viðureigninni. Það er útilokað að segja fyrir um úrslit þarna. Stundum senda þessir skólar inn þokkaleg lið, en önnur árin eru þeir ákaflega daprir.

Sauðkrækingar voru eini framhaldsskóli landsins sem ekki sendi inn lið í­ fyrra. Nú mæta þeir til leiks á ný og taka á móti Snæfellingum frá Grundarfirði. Grundarfjarðarskólinn var í­ fyrsta skipti með í­Â  fyrra – á fyrsta starfsári skólans. Eins og nærri má geta þurfti skólinn því­ að senda inn lið sem skipað var þremur nýnemum. Mér sýndist þetta vera efnilegir drengir og ef þeir hafa tekið eðlilegum framförum má búast við sigri þeirra í­ kvöld, sem ætti að vekja fögnum við Breiðafjörðinn.

Þriðja og sí­ðasta keppni kvöldsins er um margt áhugaverðust. Þar keppa Iðnskólinn í­ Reykjaví­k og Fjölbrautaskólinn í­ Garðabæ. Eftir því­ sem ég kemst næst var sigur Iðnskólans í­ fyrstu umferð í­ fyrra sá fyrsti í­ sögu skólans í­ keppninni – og það þrátt fyrir að Iðnskólinn hafi oftast nær tekið þátt.

Það sem gerir þessa viðureign kannski forvitnilegasta eru ekki sjálf keppnisliðin, heldur þjálfarar þeirra – en bæði lið munu lúta stjórn spurningajaxla sem gert hafa garðinn frægann í­ spurningakeppninni á Grand rokk. Ég myndi gjarnan vilja sjá sigur Iðnskólamanna að þessu sinni – en eitthvað segir mér þó að FG muni hafa betur.

Það er nú svo, börnin mí­n.