GB, þriðja kvöldið

RadioHlustaði á þriðja keppniskvöldið í­ Gettu betur. Stigaskorið er sem fyrr herfilega lágt. Að hluta til vegna þess að liðin eru ekki með sterkasta móti, en að hluta til vegna þyngdarstigsins.

Mí­n ráðlegging til spurningahöfunda er þessi: tryggið að af fyrstu 5-6 spurningunum séu þrjár sem pottþétt er að liðin geta svarað. Það léttir mikilli pressu af þeim og fyrir vikið ná þau að sýna sitt rétta andlit.

Sömuleiðis er ekkert að því­ að skella nokkrum já/nei-spurningum eða spurningum með þremur valkostum inn í­ hraðann (Hversu gamall er hr. x: 40, 45 eða 50 ára?) Slí­kar spurningar gera það að verkum að jafnvel slökustu lið giska ef ekki vill betur – það getur brotið upp „pass“-rútí­nuna sem hægt er að festast í­. Lið sem er búið að segja þrisvar sinnum í­ röð „pass“, mun lí­klega halda því­ áfram.

Spurningahöfundur verður helst að tryggja að lið geti varla klúðrað meira en fimm spurningum í­ röð. Sjötta hver spurning verður að vera skí­tlétt. Annars byrjar öllum að lí­ða illa.

Það er hins vegar ekki hægt að skella allri ábyrgðinni af þessu lága skori á dómarann. Liðin bera mikla ábyrgð. Stundum eru spurningakeppnir léttar, þessi er þung – þá verða menn að haga sér í­ samræmi við það.

Á ljósi þess hversu strembnar hraðaspurningarnar eru í­ ár, þá eru bara bestu og æfðustu liðin sem græða á að passa hratt. MR, MH, MS, MK og Versló falla væntanlega öll í­ þann flokk – en ÖLL hin liðin eiga að fara sér hægar. Þetta er einfalt reikningsdæmi: lið sem passar hratt, mun alltaf missa 1-3 stig sem það hefði átt að ná að öðru óbreyttu. Með því­ að flýta sér getur liðið hins vegar komist yfir þremur spurningum meira. Þar sem miðlungsliðin eru ekki að svara nema þriðjungi spurninganna rétt – er þetta séns sem getur augljóslega ekki borgað sig fyrir þau að taka. Öll liðin sem kepptu í­ kvöld hefðu grætt á að fara hægar í­ hraðanum.

Mér finnst ekkert sigurliðanna í­ kvöld (Suðurnes, Garðabær og Sauðárkrókur) eiga sérstakt erindi í­ sjónvarpskeppnina, þótt öll þeirra gætu komist þangað ef þau eru heppin með drátt. Sennilega eru svona sjö sjónvarpstæk lið með í­ keppninni í­ ár. Ef einhver þeirra dragast saman í­ næstu umferð mun bara fjölga pí­nlegu viðureignunum í­ sjónvarpinu. Mér finnst ekkert krúttlegt eða rómantí­skt við að sjá lið í­ sjónvarpi sem þangað hefur ekkert að gera. Það er bara óþægilegt fyrir alla aðila.

Á morgun verða þrjár viðureignir. Fyrst keppa Laugar og Húsaví­k – annað árið í­ röð. Laugalimir höfðu samband við mig um daginn og betluðu út úr mér gamlar spurningar sem notaðar voru í­ æfingakeppni við Egilsstaði. Mér skilst að hvor skólinn hafi unnið sí­na keppnina, þannig að ég býst við Laugamönnum nokkuð sterkum og spái þeim sigri.

Selfyssingar mæta Iðnskólanum í­ Hafnarfirði í­ annarri viðureigninni. Hafnfirðingar hafa aldrei unnið viðureign í­ sögu sinni í­ GB. Á fyrra töpuðu þeir með bara einu stigi – sem var langbesti árangur skólans. Á ljósi þessa vona ég heitt og innilega að lið þeirra standi sig í­ stykkinu og vinni frækinn sigur. Ég er samt ekki bjartsýnn. Ætli Selfoss vinni þetta ekki vandkvæðalí­tið.

Að lokum er stórveldaslagur tveggja sterkustu skólanna sem aldrei hafa hampað Hljóðnemanum. Flensborg og MH eiga bæði nokkur töp í­ úrslitaleikjum að baki, en aldrei farið alla leið.

Ég er mjög spenntur að heyra hvað býr í­ MH-liðinu. Þótt ég hafi ekkert heyrt um styrkleika þeirra, gerir maður alltaf ráð fyrir öflugu liði þaðan. Ef liðið verður skemmtilegt og fjörlegt, er ég alvarlega að spá í­ að halda með MH í­ ár – Hamrahlí­ð á svo innilega skilið að vinna sigur í­ keppninni. Skilyrðið frá minni hálfu er þó að liðið verði lí­flegt og ekki möglunargjarnt.

MH mun vinna Flensborg. Það held ég að flestir séu sammála um. Stóra spurningin er hins vegar hvort Sævar – nemandi okkar Sverris í­ ví­sindasögunámskeiðinu – hafi þjálfað lærisveina sí­na svo vel að þeir nái að bæta sautján stig Hraðbrautarmanna og komist þannig áfram sem stigahátt taplið.

Persónulega er ég ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Flensborgar – því­ sterk lið eins og MH skila fáum spurningum yfir til andstæðinganna í­ ví­xlspurningum. Þó má ekki útiloka að Anna Kristí­n fari á taugum vegna gagnrýni á of þungar spurningar og létti þær hressilega á lokasprettinum. Slí­kt væri vitaskuld súrt í­ broti fyrir Hraðbraut, en alls ekki án fordæma.

# # # # # # # # # # # # #

Bloggfærslur mí­nar um Gettu betur (sem ég veit að fara ósegjanlega í­ taugarnar á sumum lesendum þessarar sí­ðu) hafa væntanlega gert það að verkum að flestir keppendur og þjálfarar lesa bloggið mitt á hverjum degi um þessar mundir. Það er með ráðum gert.

Nú get ég nefnilega notað tækifærið og plöggað Friðarpí­puna – pöbbökvissið í­ Friðarhúsi á laugardaginn kemur kl. 16. Þar eru allir velkomnir að mæta og spreyta sig á heilum ÞREMUR spurningakeppnum. Umsjónarmenn þeirra verða: Kristinn Pétursson, Úlfur Einarsson og Freyr Rögnvaldsson – allt kunnir spurninganirðir.

Mættu eða vertu ferningur!