Alveg er það magnað hversu lengi mönnum ætlar að takast að velta sér upp úr þessum kjaradómi. Á hverjum fréttatíma lýsa ráðamenn og aðrir málsaðilar því hvað málið sé flókið – að erfitt sé að nema dóminn úr gildi án þess að fjandinn verði laus.
Á mínum huga er þetta ekkert mál. Ríkisstjórnin getur bara snúið sér eins í þessu máli og þegar kom að því að svíkja öryrkjana.
Fjármálaráðuneytið myndi einfaldlega sleppa því að greiða þessar launahækkanir að sumu eða öllu leyti. Því næst myndi ráðuneytið senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að staðið hafi verið að fullu við dóminn. Þegar embættismennirnir koma svo með launaseðlana og tuða um svik og vangreiðslur, þá svarar ríkisstjórnin bara að hún sé búin að borga andskotans nógu mikið í málaflokkinn og sé því bara víst búin að standa við sitt. Ef kvabbararnir láta sér enn ekki segjast, þá er lokaúrræðið að tala um hvað Jón Kristjánsson sé góður kall með hvolpsaugu og spyrja hvort menn ætli virkilega að kalla hann ósannindamann?
Málið leyst!