Á gær fórum við Steinunn á veitingastaðinn Vín og skel, sem starfræktur er í bakhúsi fyrir aftan húsið Von á Laugaveginum. Kann einhver skýringu á því sérkennilega húsanafni?
Við átum afragðshumar og drukkum suður-afrískt vín með. Merkilegt hvað það ætlar að taka langan tíma að læra að núna er í lagi að kaupa suður-afrískar vörur eftir viðskiptabannið forðum tíð…
Eina sem hægt er að kvarta yfir er að matseðillinn er krítaður á stóra töflu sem erfitt er að rýna í. Það er t.d. ekki auðvelt að velja vín út frá slíkum lista.
Ekki ódýrasti staðurinn í borginni, en óhætt að mæla með honum.
# # # # # # # # # # # # #
Vegna humarátsins missti ég af tveimur seinni viðureignum gærkvöldsins í GB. MK og MA virðast ekki hafa staðið fyllilega undir væntingum, en munu örugglega braggast milli umferða. Þau mætast reyndar í stórleik 16-liða úrslita og líklega einu viðureigninni þar sem úrslitin eru ekki nokkurn veginn ráðin fyrirfram.
Eitt verð ég þó að gagnrýna hjá mínum gömlu félögum í útvarpinu. Það er sú regla að ef keppandi segir pass, sé ekki hægt að skjóta inn réttu svari áður en byrjað sé á næstu spurningu.
Þetta er breyting á því sem áður var. Gamla reglan var sú að pass teldist EKKI vera svar, heldur beiðni um að fá næstu spurningu, ef keppandi náði að skjóta inn réttu svari ííUR en spyrill byrjaði á næstu spurningu þá fékkst stig. Sama gilti ef svarað var á sama tíma og annar liðsmaður sagði pass.
Á sama hátt hefur sá háttur verið hafður á síðustu árin að ef keppandi svaraði rangt en félagi hans náði að leiðrétta svarið áður en spyrill sagði „rangt“, þá ýmist gilti rétta svarið eða spyrillinn spurði: „hvert er svarið?“
Með öðrum orðum: réttu svörin voru látin njóta vafans. (Ekki ósvipað og í fótboltanum þar sem sóknarmaðurinn er látinn njóta vafans í dómgæslunni.)
Núverandi reglur ganga í hina áttina, þar sem röngu svörin eða pössin eru látin hafa forgang. Það þýðir lægra stigaskor – og það sem meira máli skiptir, eykur líkur á að vafaatriði eða deilumál komi upp.
Þetta kerfi hefur áður verið notað í Gettu betur, til dæmis árið 1995. Það reyndist ekki vel þá, enda gátu þá komið upp deilur um það hvort rétt svar eða pass hefðu komið á undan þegar liðsmenn hrópuðu hver ofan í annan.
Á ljósi þessarar slæmu reynslu er ég mjög undrandi að ákveðið hafi verið að breyta þessum reglum. Ég myndi hvetja Önnu Kristínu dómara, Andrés Indriðason eða stýrihóp framhaldsskólanna að íhuga alvarlega að breyta þessu – ef ekki strax fyrir næstu umferð, þá áður en að sjónvarpskeppninni kemur.