Samlegðaráhrif?

Einn af stóru leyndardómum heimilisins að Mánagötu 24 leystist í­ nótt. Það var ráðgátan um Fasteignablað Moggans.

Þannig er mál með vexti að við Steinunn kaupum ekki Moggann. Það gera hins vegar Bendikt og frú Sigrí­ður á efri hæðinni. Þessi rosknu sómahjón eru mjög pössunarsöm þegar kemur að því­ að hirða nákvæmlega sinn hluta af öllum þeim ruslpósti og frí­blöðum sem berst inn á heimilið – með einni undantekningu: Fasteignablað Morgunblaðsins.

Á hverjum mánudagsmorgni þegar ég fer fram til að sækja Fréttablaðið (sem stundum berst á morgnanna en oft seint á kvöldin) liggur þar Fasteignablaðið, lí­kt og nágrannar mí­nir geri ráð fyrir að þetta sé okkar eintak og að okkur beri að hirða það eða koma til förgunar. Sú hegðun er mjög úr karakter fyrir þau.

Rétt rúmlega eitt í­ nótt vöknuðum við hins vegar við að rjátlað var við póstlúguna. Ég rölti fram – og sjá: þar lágu tvö eintök af Fasteignablaðinu.

Á ljós kom sem sagt að Morgunblaðið heldur úti tvöföldu dreifingarkerfi í­ Norðurmýrinni. Fyrst dreifir blaðberi Fasteignablaðinu í­ skjóli nætur og nokkrum klukkustundum sí­ðar fer annar blaðberi um hverfið með sjálft Morgunblaðið.

Nú er ég hvorki hagfræðingur né rekstrarverkfræðingur – en væri hér ekki hægt að ná fram nokkurri hagræðingu og samlegðaráhrifum?