Nostradamus og ljós friðar

Á fréttunum í­ gær var rætt við Yoko Ono og Stefán Jón Hafstein. Listakonan ætlar ví­st að gefa Íslendingum risastórt ljóstyppi sem á að sprauta friði yfir heimsbyggðina. Sérstaða Íslands sem friðsæls lands mun sömuleiðis gera það að öflugum boðbera friðar – friðarljósið mun sjást frá Íslandi. Jafnframt verður stofnað til sérstakra friðarverðlauna.

Stefán Jón var ekki sí­ður spenntur. Hann telur ljóstyppið verða einkennistákn Reykjaví­kur, sem kallast muni á við tónlistarhúsið á hafnarbakkanum. Borgarfulltrúinn minnti á að Nostradamus sjálfur hafi talað um ljóssúlu friðar sem koma myndi frá Íslandi…

…á þessum tí­mapunkti rifjaðist upp fyrir mér að ég hefði heyrt þetta einhversstaðar áður:

Alþjóðleg friðarverðlaun, friðarljós frá Íslandi, miðstöð friðar í­ heiminum, spádómar Nostradamusar…

…hér er í­ raun verið að lýsa þeirri sýn sem ístþór Magnússon setti fram í­ kosningabaráttu sinni 1996 og 1994.

Menn hefðu betur sleppt því­ að gera svona mikið grí­n af karlinum. Á það minnsta er Stefán Jón Hafstein genginn til liðs við hann.