Á dag keypti ég mér flugmiða til Lundúna. Fer út 19. mars og kem aftur 23. mars.
Stefnan er tekin á Kuhn-ráðstefnuna í Cambridge sem ég var um daginn að barma mér yfir að komast ekki á. Eftir að ég frétti að Huginn Freyr sé á leiðinni á sömu ráðstefnu og hann bauðst til að redda gistingu fyrir skít og kanil, gat ég ekki stillt mig lengur.
Nú er bara að lesa Structures einu sinni enn til að koma sér í rétta gírinn. Það eru fáar bækur sem hafa haft jafnmikil áhrif á mig. Kuhn var langflottastur og stendur furðuvel fyrir sínu í dag. Sömuleiðis verður gaman að hitta SSK-mennina frá Edinborg. Hó! Þetta verður gaman!