Það er skringilegur siður sem farinn er að tíðkast í pólitíkinni síðustu misserin að kveðja alla sem þaðan hverfa með tárum.
Einna gleggst kom þetta fram í tengslum við brotthvarf Davíðs Oddssonar af þingi og inn í Seðlabankann, þá fylltust allir spjallþættir af pólitískum andstæðingum Davíðs, jafnt sem samherjum og allir sungu sama sönginn um hvað það væri nú mikil eftirsjá af Davíð, bla bla bla…
Ekki saknaði ég Davíðs. Ekki sá ég mig knúinn til að ljúga upp einhverju ástar/haturssambandi í hans garð – ekki frekar en ég telji miklar líkur á að hægrimenn myndu harma mikið bortthvarf helstu leiðtoga vinstrimanna af sjónarsviðinu.
Þegar Reagan dó, var skyndilega reynt að gera út honum stjórnmálamann sem heimsbyggðin hefði í raun elskað. Fréttamenn reyndu jafnvel að hafa upp á gömlum Sovétleiðtogum til að fá þá til að staðfesta að í raun hefðu þeir elskað Ronny karlinn.
Þegar Sharon fékk heilablóðfallið, flaug NFS með Þóri Guðmundsson til ísraels þar sem hann stóð brúnaþungur fyrir framan sjúkrahúsið og sagði heimsbyggðina vera í losti og að líf okkar allra yrði fátæklegra ef gamli hlunkurinn gæfi upp öndina.
Farið hefur fé betra, segi ég.
Núna á greinilega að spila sama leikinn með írna Magnússon, sem þó var ekki þingmaður og ráðherra nema í tæp þrjú ár. Á þeim tíma afrekaði írni það helst að klúðra gjörsamlega sameiningakosningu sveitarfélaga í landinu með ærnum tilkostnaði og heimsækja Kárahnjúka þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að öll aðstaða væri frábær og til fyrirmyndar.
Á fréttatímum er nú rætt við stjórnmálafræðinga sem tala um reiðarslag fyrir Framsóknarflokkinn sem hafi misst frábært foringjaefni, vammlausan stjórnmálamann og ég veit ekki hvað. Ekki sé ég neinn mun á Framsóknarflokknum fyrir eða eftir. Það er helst að maður sé ánægður með að losna við Austfjarðaþokuna úr heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu…