Sterinn

Geiri Sæm var magnaður tónlistarmaður. Á aftursæti á rauðum bí­l var lí­klega toppurinn á hans tónlistarferli, en Sterinn var þó frægasta lagið.

Steinunn er í­ sterum. Þeim fyrstu sem hún hefur fengið á Borgarspí­talanum á dagdeild í­ stað innlagnar á Sankti Jó. Það þýðir að hún mætir að morgni og lætur tappa á sig, en kemur svo heim til hví­ldar. Fyrir vikið höfum við þurft að búa til flókið umönnunarkerfi fyrir Ólí­nu, þar sem mamma og pabbi, Bryndí­s o.fl. leggja sitt af mörkum. Sjálfur hef ég verið afar stopult í­ vinnunni vegna þessa.

Þetta álag fellur saman við undirbúning aðgerðanna á þriggja ára afmæli íraksstrí­ðsins á Ingólfstorgi á laugardaginn kl. 15. Daginn eftir þær held ég til Bretlands á Kuhn-ráðstefnu ásamt félaga Hugni og í­ heimsókn á Science Museum sem hluta af minni vinnu hjá Orkuveitunni.

Auðvitað er það blendin tilfinning að eyða svona miklum tí­ma og orku í­ félagsstörf á sama tí­ma og frúin er veik heima. Hins vegar veit ég að Steinunn hefur aldrei dregið af sér í­ baráttunni fyrir góðum málstað, þótt heilsan væri ekki eins og best væri á kosið. Það er einmitt þetta baráttuþrek sem gerir það að verkum að hún er miklu meira lifandi og virk en margir aðrir sem eru illa haldnir af MS. Það er svo auðvelt að detta niður í­ doða og framtaksleysi og kenna sjúkdómnum um allt sem aflaga fer. Sem betur fer hefur Steinunn aldrei dottið í­ þá gryfju.

# # # # # # # # # # # # #

Viský þessarar viku er Springbank, 10 ára. Þetta viský er í­ grí­ðarmiklu uppáhaldi hjá pabba, en hefur ekki alveg náð að heilla mig. Vissulega er þetta margfalt betra en flest það sem boðið er uppá í­ Rí­kinu um þessar mundir, en það sannar svo sem ekki mikið.

Á utanför næstu viku þarf ég að kippa með mér Tallisker í­ safnið.

# # # # # # # # # # # # #

FRAM er enn í­ efsta sæti í­ handboltanum og stóri þröskuldurinn á vegi þeirra og titilsins virðist vera leikurinn gegn Stjörnunni næsta laugardag. Ef FRAM vinnur þá viðureign verður liðið að öllum lí­kindum Íslandsmeistari, en að öðrum kosti berjast fjórir klúbbar um dolluna. Þetta verður áhugavert.