Stundum gengur allt upp. Þá er gaman að vera til.
Herinn virðist á förum. Því fagna allir góðir menn.
Síðustu vikurnar hefur ómældur tími farið í að undirbúa aðgerðir gegn íraksstríðinu. Dagskrá síðustu daga hefur verið þétt, en gengið eins og í sögu. Rúmlega 800 manna útifundurinn í dag var velheppnaður lokahnykkur.
Steinunn fór í stera og það setti heimilishaldið á hliðina. Með mikilli hjálp, meðal annars frá mömmu og pabba, Bryndísi og Nínu frá Heimaþjónustu borgarinnar tókst hins vegar að láta dæmið ganga upp. Þótt enn sé of snemmt að segja til um árangurinn, eru fyrstu merkin jákvæð.
Á sportinu er allt í góðu gengi. Luton endurréð Mike Newell til fjögurra ára og sigraði Derby í dag. Framararnir stigu á sama tíma stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum í handboltanum (7,9,13).
Á morgun fer ég til Cambridge á Kuhn-ráðstefnu. Ég ræð mér varla fyrir spenningi. Þar hitti ég í það minnsta tvo gamla kennara frá Edinborg. Á kjölfarið fer ég til Lundúna og hitti Kjartan og Sylvíu.
Ekkert blogg hér fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn kemur…