Ferðapunktar

Kominn heim frá útlandinu. Hér eru nokkrir punktar:

* Það er skrýtið að gista í­ King´s College í­ Cambridge. Að utan eru byggingarnar eins og klipptar út úr Harry Potter-mynd en innandyra eru dæmigerðir stúdentabarir, gangar og herbergi eins og í­ stúdentagörðum frá 1965.

* Simon Schaffer er rosalega svalur ví­sindasagnfræðingur, en furðulí­kur Stephen King í­ útliti.

* Maður þarf reglulega að minna sig á það hvað Structures eftir Kuhn er flott bók og hversu áhrifamikil hún var.

* Ale er öndvegisdrykkur.

* Það er alltaf jafnhvimleitt þegar ensku barirnir loka alltof snemma, en maður fagnar því­ að morgni.

* Bókabúðir eru stórhættulegar. Keypti samt ekki nema brot af því­ sem mig langaði í­.

* Viskýbúðir eru lí­ka stórhættulegar. Sjá færslu að ofan.

* Kjartan og Silví­a eru höfðingjar heim að sækja.

* ít geit á karabí­skum veitingastað. Það var nú hálfgert súpukjöt, en samt gaman að geta sagst hafa étið geit.

* Science Museum er alltaf jafnskemmtilegt. Ég fæ aldrei nóg af heimilistækjasýningunni í­ kjallaranum. Nýja orkusýningin er sömuleiðis rosalega flott.

* Íslenska orkusýningin var ekki að hreyfa við mér. Hönnunin svo sem smart og stí­lhrein, en þetta var óskaplega mikið eins og túristabæklingur.

* Fór á bikarleik Chelsea og Newcastle. Slakur leikur en mögnuð upplifun engu að sí­ður.

* Fékk kjánahroll þegar fulltrúi í­slenska aðdáendaklúbbsins mætti inn á völlinn með viðurkenningarplatta til „leikmanns ársins“

* Fékk sniðugar hugmyndir í­ minjagripaversluninni á Biitish Museum sem vert væri að stela.

# # # # # # # # # # # #

Málsverður í­ Friðarhúsi í­ kvöld. Allir velkomnir. Sjá: hér.