Guðmundur Andri Thorsson kveður lesendur sína í Fréttablaðinu í dag. Hann skrifar dramatískan pistil um að enginn skilji hvað pistlarnir hans séu djúpir og fjalli um málin frá öllum hliðum og að menn séu leiðinlegir við hann í fermingarveislum eða heita pottinum í Vesturbæjarlauginni vegna þeirra. Að lokum klykkir hann út með því að hann sé hættur, farinn og nenni ekki að vera með í svona asnalegu leikriti.
Þessi kveðjupistill birtist viku eftir að Guðmundur Andri skrifaði heila grein um það hvað hann hefði fengið slæma þjónustu á Kastrup, þar sem hann át vonda samloku og dönsk búðarloka neitaði að selja honum bjór.
Jamm.