Exbé

Það var áberandi í­ prófkjörsbaráttunni hjá mí­num gamla vini og félaga Birni Inga fyrr í­ vetur, hvað hann skaut sér undan því­ í­ auglýsingunum sí­num að nefna Framsóknarflokkinn á nafn. Þannig var alltaf auglýst að Björn Ingi ætti að vera í­ fyrsta sæti í­ Reykjaví­k – en ekki í­ fyrsta sæti á lista Framsóknar. Þetta er nokkuð frábrugðið því­ sem gerðist t.d. í­ auglýsingum frambjóðenda í­ prófkjörunum hjá í­haldinu og krötunum, þar sem flestir lögðu áherslu á nafn viðkomandi stjórnmálaflokks.

Um helgina mátti sjá fyrstu stóru blaðaauglýsingar Framsóknarmanna í­ Reykjaví­k fyrir kosningarnar. Á ljós kemur að þar er sama stefna og hjá Binga í­ prófkjörsbaráttunni: að fela nafn Framsóknarflokksins. Þannig er auglýst undir slagorðinu „Exbé“ og fólkið á listanum kynnt sem frambjóðendur B-listans.

Ætli það sé gaman að vera í­ forsvari fyrir stjórnmálaflokk og þurfa að sitja á fundi með ráðgjöfum frá auglýsingastofum sem útskýra að flokkurinn sé svo hataður og fyrirlitinn að best sé að fela nafnið hans?