Úff, það er ljóst að við fréttaáhugafólk eigum ekki sjö daganna sæla á næstunni fyrir frambjóðendum í hin ýmsustu embætti Framsóknarflokksins. Reyndar mun Jón Sigurðsson ekki angra fréttahlustendur mikið, enda kom skýrt fram í viðtali að hann sjái litla ástæðu til að svara spurningum um hin og þessi mál – enda standi hann á öðru þekkingarstigi en almenningur.
En Jónína Bjartmarz hefur sem sagt ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns. Þetta reyndist fyrsta frétt á Sjónvarpinu og hún fékk langt Kastljósviðtal um hversu mikil tíðindi hér væru á ferðinni. – Ekki sá hins vegar neinn þeirra fréttamanna sem ræddi við Jónínu ástæðu til að minnast á að þetta væri jú í ANNAí sinn sem hún gæfi kost á sér í djobbið og að síðast hafi hún tapað illa fyrir Guðna ígústssyni…
Nokkrir fjölmiðlar hafa sömuleiðis velt vöngum yfir því hver verði hugsanlega næsti ritari Framsóknarflokksins. En hvaða máli skiptir hver er ritari Framsóknarflokksins? Hvaða máli skiptir yfirhöfuð hver er ritari nokkurs stjórnmálaflokks, aðra en lítinn hóp virkra félagsmanna?
Ég var virkur í Alþýðubandalaginu í nokkur ár, en ekki hef ég hugmynd um hver var ritari flokksins. Jú annars, Sigfús Ólafsson var ritari um tíma – en ekki man ég við af hverjum hann tók.
Ég man að Drífa Snædal er ritari Vinstri grænna, enda þekki ég hana vel og var á fundunum þar sem hún var kosin. En hver er ritari Sjálfstæðisflokksins eða Samfylkingarinnar? Ekki græna glóru – og tel mig þó fylgjast bærilega með í pólitíkinni.
Eftir þriðjudagsfótboltann í KR-heimilinu í kvöld spurði ég boltahópinn hverjir gegndu embættum ritara hjá VG, íhaldinu og Samfó. Meira en helmingur hópsins vinnur eða hefur unnið á fjölmiðlum, þarna er líka að finna Gettu betur-nirði og almenna áhugamenn um stjórnmál.
Allir stóðu á gati. Freyr Rögnvalds vissi jú að Drífa væri ritari VG, enda situr hann sjálfur í framkvæmdastjórn flokksins. Aðra rámaði eitthvað í að hafa heyrt af því.
Enginn vissi hver væri ritari Sjálfstæðisflokksins eða hvort embættið væri yfirhöfuð til. Giskað var á að Einar K. Guðfinnsson, Drífa Hjartardóttir eða einhver sveitastjórnarmaður – líklega kona – af landsbyggðinni gegndi starfinu. Ekki nenni ég að slá því upp á heimasíðu íhaldsins hvert rétta svarið er.
Hvað Samfylkinguna varðaði minnti mig endilega að Stefán Jón Hafstein hefði tapað ritarakjöri gegn „konu utan af landi“ – eins og hann orðaði það sjálfur. En það var víst hið geysivaldamikla embætti formaður framkvæmdastjórnar sem þar var um að ræða. Þess í stað datt mönum helst í hug að Björgvin G. Sigurðsson væri ritari – eða Steinunn Valdís eða Þórunn Sveinbjarnardóttir. Flestir giskuðu á Þórunni.
Þessi lauslega athugun sannfærði mig um að ekki sé til ofmetnara djobb í pólitík en embætti ritara stjórnmálaflokks – þ.e. ef menn telja að markmið starfsins sé að öðlast frægð og frama. Þess vegna er það EKKI BOíLEGT ef fréttamenn ætla að plaga okkur næstu daga og vikur með fréttum af því hvort barnið frá Siglufirði eða skrítni ungliðaformaðurinn úr Reykjavík verða ritarar Framsóknar. ÞAí SKIPTIR EINFALDLEGA EKKI MíLI!
# # # # # # # # # # # # #
Á gær létum við loksins verða af því að verða okkur út um sandkassa fyrir Ólínu og komum fyrir í garðinum. Þetta er ekki stór sandkassi og raunar eins og skel í laginu (blár að lit), en barnið unir sér vel og er þegar farið að japla á sandi eins og fín manneskja.
Næsta skref er að koma henni í sund. Veðurspá næstu daga gefur þó ekki góð fyrirheit varðandi það.