Frambjóðendur Framsóknar

Úff, það er ljóst að við fréttaáhugafólk eigum ekki sjö daganna sæla á næstunni fyrir frambjóðendum í­ hin ýmsustu embætti Framsóknarflokksins. Reyndar mun Jón Sigurðsson ekki angra fréttahlustendur mikið, enda kom skýrt fram í­ viðtali að hann sjái litla ástæðu til að svara spurningum um hin og þessi mál – enda standi hann á öðru þekkingarstigi en almenningur.
En Jóní­na Bjartmarz hefur sem sagt ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns. Þetta reyndist fyrsta frétt á Sjónvarpinu og hún fékk langt Kastljósviðtal um hversu mikil tí­ðindi hér væru á ferðinni. – Ekki sá hins vegar neinn þeirra fréttamanna sem ræddi við Jóní­nu ástæðu til að minnast á að þetta væri jú í­ ANNAí sinn sem hún gæfi kost á sér í­ djobbið og að sí­ðast hafi hún tapað illa fyrir Guðna ígústssyni…

Nokkrir fjölmiðlar hafa sömuleiðis velt vöngum yfir því­ hver verði hugsanlega næsti ritari Framsóknarflokksins. En hvaða máli skiptir hver er ritari Framsóknarflokksins? Hvaða máli skiptir yfirhöfuð hver er ritari nokkurs stjórnmálaflokks, aðra en lí­tinn hóp virkra félagsmanna?

Ég var virkur í­ Alþýðubandalaginu í­ nokkur ár, en ekki hef ég hugmynd um hver var ritari flokksins. Jú annars, Sigfús Ólafsson var ritari um tí­ma – en ekki man ég við af hverjum hann tók.

Ég man að Drí­fa Snædal er ritari Vinstri grænna, enda þekki ég hana vel og var á fundunum þar sem hún var kosin. En hver er ritari Sjálfstæðisflokksins eða Samfylkingarinnar? Ekki græna glóru – og tel mig þó fylgjast bærilega með í­ pólití­kinni.

Eftir þriðjudagsfótboltann í­ KR-heimilinu í­ kvöld spurði ég boltahópinn hverjir gegndu embættum ritara hjá VG, í­haldinu og Samfó. Meira en helmingur hópsins vinnur eða hefur unnið á fjölmiðlum, þarna er lí­ka að finna Gettu betur-nirði og almenna áhugamenn um stjórnmál.

Allir stóðu á gati. Freyr Rögnvalds vissi jú að Drí­fa væri ritari VG, enda situr hann sjálfur í­ framkvæmdastjórn flokksins. Aðra rámaði eitthvað í­ að hafa heyrt af því­.

Enginn vissi hver væri ritari Sjálfstæðisflokksins eða hvort embættið væri yfirhöfuð til. Giskað var á að Einar K. Guðfinnsson, Drí­fa Hjartardóttir eða einhver sveitastjórnarmaður – lí­klega kona – af landsbyggðinni gegndi starfinu. Ekki nenni ég að slá því­ upp á heimasí­ðu í­haldsins hvert rétta svarið er.

Hvað Samfylkinguna varðaði minnti mig endilega að Stefán Jón Hafstein hefði tapað ritarakjöri gegn „konu utan af landi“ – eins og hann orðaði það sjálfur. En það var ví­st hið geysivaldamikla embætti formaður framkvæmdastjórnar sem þar var um að ræða. Þess í­ stað datt mönum helst í­ hug að Björgvin G. Sigurðsson væri ritari – eða Steinunn Valdí­s  eða Þórunn Sveinbjarnardóttir. Flestir giskuðu á Þórunni.

Þessi lauslega athugun sannfærði mig um að ekki sé til ofmetnara djobb í­ pólití­k en embætti ritara stjórnmálaflokks – þ.e. ef menn telja að markmið starfsins sé að öðlast frægð og frama. Þess vegna er það EKKI BOíLEGT ef fréttamenn ætla að plaga okkur næstu daga og vikur með fréttum af því­ hvort barnið frá Siglufirði eða skrí­tni ungliðaformaðurinn úr Reykjaví­k verða ritarar Framsóknar. ÞAí SKIPTIR EINFALDLEGA EKKI MíLI!

# # # # # # # # # # # # #
Á gær létum við loksins verða af því­ að verða okkur út um sandkassa fyrir Ólí­nu og komum fyrir í­ garðinum. Þetta er ekki stór sandkassi og raunar eins og skel í­ laginu (blár að lit), en barnið unir sér vel og er þegar farið að japla á sandi eins og fí­n manneskja.

Næsta skref er að koma henni í­ sund. Veðurspá næstu daga gefur þó ekki góð fyrirheit varðandi það.