Verðbólguaðgerðir

írni Sigfússon hefur tilkynnt að Reykjanesbær ætli að fresta vegaframkvæmdum og húsbyggingum um átta mánuði til að slá á verðbólguna. Þetta er ví­st gert vegna tilmæla rí­kisstjórnarinnar.

Hér með tilkynnist að heimilið að Mánagötu 24 hefur hætt við að taka garðinn í­ gegn í­ sumar. Þetta er okkar framlag í­ baráttunni við verðbólgudrauginn. Allir verða að leggjast á eitt við að draga úr þenslunni og sársaukafull frestum framkvæmda er mikilvægur þáttur í­ því­.

Af öðrum fréttum: við stefnum að því­ að kaupa okkur bí­l á morgun.