Enn um fermingar

Sí­ðasta bloggfærsla virðist hafa mælst ágætlega fyrir. Sjálfur er ég dottinn oní­ nostalgí­una og minningar úr gaggó.

Við vorum fjögur eða fimm í­ bekknum sem ekki fermdumst í­ kirkju. Minnir að ein bekkjarsystir mí­n hafi verið í­ fyrsta hópnum sem fermdist borgaralega og svo höfum við verið fjórir strákarnir sem slepptum því­ að fermast. Þetta var óvenjuhátt hlutfall, en það var talsverður hópur í­ Hagaskólanum sem ekki fermdist.

Ég í­hugaði aldrei að fermast. Þegar ég var 10-11 ára varð ég trúleysingi og eftir það kom ferming aldrei til greina. Ég minnist þess heldur ekki að hafa lent í­ neinu karpi vegna þessa eða fundið fyrir hópþrýstingi. Ef eitthvað var held ég að við sem ekki fermdumst höfum strí­tt hinum á þessu tilstandi.

Mig minnir sömuleiðis að skólinn hafi passað sig á að skilja á milli skólastarfsins og fermingarfræðslunnar. Reyndar var einhver hefð fyrir að fermingarbörn fengju frí­ í­ hálfan dag í­ tengslum við einhvern undibúning. Við hin gerðum athugasemd við þetta, en ég man hreinlega ekki hvort okkur tókst að skæla út frí­ lí­ka.

Kristinfræðikennari í­ Hagaskólanum, Ólafur Jóhannsson, var jafnframt prestur í­ Neskirkju – eða í­ það minnsta aðstoðarprestur. Hann blandaði aldrei saman kennslunni og fermingarfræðslunni, enda kannski vitað að við fylgdumst stí­ft með honum og hefðum kvartað á stundinni.

Eina stappið sem við stóðum í­ við skólayfirvöld tengt trúmálum, var samkoma sem haldin var á hverju ári sí­ðasta dag fyrir jólafrí­. Hún var haldin í­ Neskirkju. Við Stefán Jónsson vildum ekki una því­ að vera pí­ndir til þátttöku í­ trúarlegum athöfnum. Öll þrjú árin fórum við því­ til fundar við Björn skólastjóra og tilkynntum honum að við ætluðum ekki að mæta.

Fyrsta árið svaraði Björn því­ til að okkur bæri að mæta, en fengjum skróp í­ kladdann ella. Annað árið bað hann okkur vinsamlega um að koma, en lét í­ það skí­na að ekki yrði haft eftirlit með mætingu. Þriðja árið féllst hann á að við værum undanþegnir mætingarskyldu, en bað okkur um að hafa ekki hátt um það.

Ekki voru nú trúarbragðadeilurnar svæsnari en þetta í­ Hagaskólanum á sí­num tí­ma.

# # # # # # # # # # # # #

Nýja Rankin-bókin kemur í­ búðir 18. október.

Skyldi Mál og menning opna á miðnætti að þessu tilefni?