Helgi Sigurðsson mun leika með FRAM næsta sumar, þótt illa hafi horft með það fyrr í vikunni. Margir stuðningsmanna FRAM eru foxillir út í þau félög sem grunuð eru um að hafa borið víurnar í Helga, þótt samningsbundinn væri. FH og Valur eru helst nefnd í því samhengi.
Nú er það vissulega rétt að samkvæmt reglum er bannað að tala við samningsbundna leikmenn, nema að fengnu leyfi viðkomandi félaga. En eru þessar reglur raunhæfar?
Nú er ég starfsmaður Orkuveitunnar og hef skrifað undir ráðningarsamning með uppsagnarákvæðum. Þýðir það að ég megi ekki skima í kringum mig eftir öðrum störfum? Ég hef fengið atvinnutilboð – og stundum hugsað mig rækilega um. íttu viðkomandi aðilar fyrst að biðja yfirmenn mína um leyfi til að ræða við mig? Þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig.
Með því að setja sérstakar reglur um íþróttamenn, er í raun verið að segja að íþróttamenn séu börn sem hljóti að missa einbeitinguna um leið og þeir fá pata af áhuga annarra félaga. Félög stelast til að tala við leikmenn annarra liða og munu halda því áfram. Þannig er það bara. Svarið við því er að höfða til skynsemi íþróttamanna, að þeir tapi ekki sönsum þótt hringt sé í þá og þeim boðið að skipta um lið.
# # # # # # # # # # # # #
Síðdegis ætlar Stúdentaráð að standa fyrir miklum aðgerðum fyrir framan Alþingishúsið. Á nákvæmlega sama tíma eigum við Sverrir að kenna tíma í tæknisögukúrsinum.
Spurt er: Munu Stefán og Sverrir gefa frí og arka með nemendum sínum á Austurvöll?
Svar: Nei, ekki séns! Brynjólfur Bjarnason missti af Gúttóslagnum vegna þess að hann var að kenna í Kvennaskólanum.
Nemendur í námskeiðinu mega sérstaklega búast við að efni fyrirlestursins verði til prófs!!!