Kannastu við kauða? – I.hluti

Það er langt sí­ðan ég hef efnt til spurningakeppni hér á sí­ðunni. Best að bæta úr því­ snarlega.

Verður nú blásið til spurningakeppninnar: Kannastu við kauða? Spurt verður um einstaklinga og ví­sbendingar hafðar jafn margar og þurfa þykir. Sá sem fyrstur svarar í­ athugasemdakerfið fær eitt stig. Aðrir ekkert. Á dag er föstudagur þrettándi og því­ verða spurningarnar þrettán alls.

Fyrsta spurning, fyrsta ví­sbending:

Um manninn var ort:

…en gott er að hafa af guðshúsi vörn

ef gerast þau ósköp að jafnréttið sigrar.

Hver er maðurinn?