Kannastu við kauða? – Úrslit 1. umferðar

Mamma hefur tekið forystu í­ þessari æsispennandi spurningakeppni. Hér var ekki ljóðað á klerka, heldur Hannes Hólmstein Gissurarson. Kveikjan var einhver frægasta fréttamynd Íslandssögunnar, af Hannesi Hólmsteini gægjast fyrir horn Dómkirkjunnar til að fylgjast með útifundi BRSB í­ verkfallinu 1984.

Ví­san er birt í­ heild í­ bókinni Verkfallsátök og fjölmiðlafár eftir Baldur og Jón Guðna Kristjánssyni. Hún er þrjú erindi:

Við dómkirkjuhornið er dulí­tið skjól

og dolfallinn maður í­ skjólinu hjarir

með opið í­ hálsinn í­ októbersól,

uppglennta skjáina og titrandi varir,

hrollandi í­ bitru á helfrosnum tám,

hnýttur af kulda með rennsli úr nefi,

dofinn í­ krikum og dofinn í­ hnjám,

djúpt oní­ vösum er krókloppinn hnefi.


Það gustar um Hannes H. Gissurarson

á gægjum við hornið að snapa eftir fréttum.

Á svip hans er spurning og veikburða von

um Valhallarsigur á Béserrbé-stéttum.

Hann leynist í­ skugga, hann vokir, hann veit

það er vissast að taka ekki áhættu neina

sva fjarri öllum vinum í­ frjálshyggjusveit,

þeim Friedman og Hayek og Daví­ð og Steina.


Úr bókviti malar hans krambúðarkvörn

í­ kapí­talistanna gullpyngjur digrar,

en gott er að hafa af guðshúsi vörn

ef gerast þau ósköp að jafnréttið sigrar.

En Hannes minn Hólmsteinn þótt kenning sé klár

mun Kristur ei taka neitt mark á þeim orðum,

og uppi þú verður jafn einmana og smár

og eitt sinn á dómkirkjuhorninu forðum.

+++ 

Staðan:

Ingibjörg Haraldsdóttir 1 stig

aðrir minna.